Vigdís Häsler stofnar ráðgjafarfyrirtæki

Framakonur | 29. apríl 2025

Vigdís Häsler stofnar ráðgjafarfyrirtæki

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, eða Vigdís Häsler eins og hún er kölluð, lögfræðingur, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, hefur stofnað fyrirtæki. 

Vigdís Häsler stofnar ráðgjafarfyrirtæki

Framakonur | 29. apríl 2025

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir.
Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir. Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið

Vig­dís Ósk Häsler Sveins­dótt­ir, eða Vig­dís Häsler eins og hún er kölluð, lög­fræðing­ur, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður ráðherra og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna, hef­ur stofnað fyr­ir­tæki. 

Vig­dís Ósk Häsler Sveins­dótt­ir, eða Vig­dís Häsler eins og hún er kölluð, lög­fræðing­ur, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður ráðherra og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna, hef­ur stofnað fyr­ir­tæki. 

Í Lög­birt­inga­blaðinu kem­ur fram að Vig­dís hafi stofnað fé­lagið Skot­land Slf. Til­gang­ur fé­lags­ins er ráðgjaf­arþjón­usta og ann­ar skyld­ur rekst­ur. 

Vig­dís lét af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna fyr­ir ári síðan og sagði frá því á Face­book-síðu sinni að því til­efni að starfið hefði verið gef­andi og skemmti­legt. 

„Í dag lét ég af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands, skemmti­legu og gef­andi starfi sem ég hef sinnt síðastliðin þrjú ár og komið að mörg­um krefj­andi verk­efn­um, stór­um sem smá­um.

Sam­tök­in standa núna styrk­um fót­um eft­ir fjár­hags­lega og fé­lags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og upp­bygg­ingu. Á sama tíma hef­ur verið byggður upp öfl­ug­ur og verðmæt­ur mannauður á skrif­stofu sam­tak­anna. Þar að auki hafa fé­lags­menn Bænda­sam­tak­anna aldrei verið fleiri og er stefna sam­tak­anna nú orðin skýr eft­ir vel heppnaða stefnu­mót­un. Rekst­ur Bænda­blaðsins hef­ur einnig verið rétt­ur af og er blaðið nú orðinn mest lesni prent­miðill­inn og les­enda­hóp­ur­inn hef­ur breikkað svo um mun­ar. Al­menn umræða um land­búnað sem hluta af mik­il­væg­um innviðum og fæðuör­yggi hef­ur stór­auk­ist. Bænd­ur eru lyk­ilþátt­ur í að tryggja sjálfsafla­hlut­deild ís­lensku þjóðar­inn­ar í fæðufram­leiðslu og höf­um við í Bænda­sam­tök­un­um unnið öt­ul­lega að þessu mark­miði síðastliðin ár. Ég skil stolt við starfið og Bænda­sam­tök­in sem eru orðin að sterku hags­munafli sem vinn­ur í þágu bænda,“ seg­ir Vig­dís á Face­book. 

Smart­land ósk­ar Vig­dísi góðs geng­is með ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið! 

mbl.is