Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki vera hægt að segja til um ef og hefði, hvað varðar hvort erindi Ólafar Björnsdóttur hefði dagað uppi í forsætisráðuneytinu ef fjölmiðlar hefðu ekki komist á snoðir um málið.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki vera hægt að segja til um ef og hefði, hvað varðar hvort erindi Ólafar Björnsdóttur hefði dagað uppi í forsætisráðuneytinu ef fjölmiðlar hefðu ekki komist á snoðir um málið.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki vera hægt að segja til um ef og hefði, hvað varðar hvort erindi Ólafar Björnsdóttur hefði dagað uppi í forsætisráðuneytinu ef fjölmiðlar hefðu ekki komist á snoðir um málið.
Fyrir liggur að ráðuneytið synjaði fundarbeiðni Ólafar, sem er fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, eftir að fyrir lá hvers eðlis erindi hennar væri.
Jafnframt liggur fyrir að forsætisráðuneytið ákvað að ræða efni erindisins ekki við Ásthildi Lóu í ljósi þess hve viðkvæmt málið væri og að það lyti eðli síns vegna trúnaði innan ráðuneytisins.
Þið tókuð ákvörðun um að synja fundarbeiðninni. Sáuð þið ekki fram á að með þessum fundi væri einhver leið til þess að sannreyna þær upplýsingar sem fram komu í erindi hennar?
„Það var ekki talið á þessum tímapunkti að þetta væri rétt fyrsta stopp að taka fund með forsætisráðherra og það er oft þannig að mál sem berast inn í forsætisráðuneytið eiga frekar erindi í annan farveg eða mögulega erindi í einhvern farveg til að byrja með, áður en þau koma beint inn á borð forsætisráðherra.
Þannig eins og ég hef áður sagt, þá það að þessum fundi hafi verið hafnað á þessum tímapunkti þýðir ekki að það hafi verið tekin afstaða til málsins eða það hafi verið lýst því yfir í einhverjum samskiptum að það ætti ekki að hafast með neinum hætti,“ sagði Kristrún í samtali við mbl.is að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á þinginu í dag.
Nú var ákveðið að synja fundi þess sem sendi erindið og ekki talað við ráðherrann vegna þess að trúnaður átti við í svo viðkvæmu máli. Hefði þetta mál ekki einfaldlega dagað uppi í ráðuneytinu, ef fjölmiðlar hefðu ekki komist á snoðir um málið?
„Það er auðvitað ekkert hægt að segja til um ef og hefði í þessu máli. Svona fór málið á þessum tímapunkti. Þetta er auðvitað rúmlega þrjátíu ára gamalt mál og hefur verið til staðar í langan tíma. Þarna hafði ráðherra setið nú þegar í margar vikur í embætti og lengi verið þingmaður og þarna kemur málið inn á þessum tímapunkti. Það var ekki metið sem svo að miða við þennan bakgrunn málsins að að væri dagaspursmál með hvaða hætti það væri afgreitt. Við komumst hins vegar aldrei að þann stað með það mál að taka ákvörðun um það með hvaða hætti átti að aðhafast vegna þess að áður en lengra var haldið, þá var þetta mál á leiðinni í fjölmiðla og þá fæ ég upplýsingar um það að ráðherra vilji hitta mig. Og þá fæ ég fyrst staðfestingu á sannleiksgildi þessarar frásagnar,“ sagði Kristrún.