Óvíst hvort málið hefði dagað uppi

Ásthildur Lóa segir af sér | 30. apríl 2025

Óvíst hvort málið hefði dagað uppi

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki vera hægt að segja til um ef og hefði, hvað varðar hvort erindi Ólafar Björnsdóttur hefði dagað uppi í forsætisráðuneytinu ef fjölmiðlar hefðu ekki komist á snoðir um málið.

Óvíst hvort málið hefði dagað uppi

Ásthildur Lóa segir af sér | 30. apríl 2025

Kristrún Frostadóttir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Beggja …
Kristrún Frostadóttir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Beggja vegna við hana sitja aðstoðarmenn sem ekki voru kynntir á fundinum. mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir ekki vera hægt að segja til um ef og hefði, hvað varðar hvort er­indi Ólaf­ar Björns­dótt­ur hefði dagað uppi í for­sæt­is­ráðuneyt­inu ef fjöl­miðlar hefðu ekki kom­ist á snoðir um málið.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir ekki vera hægt að segja til um ef og hefði, hvað varðar hvort er­indi Ólaf­ar Björns­dótt­ur hefði dagað uppi í for­sæt­is­ráðuneyt­inu ef fjöl­miðlar hefðu ekki kom­ist á snoðir um málið.

Fyr­ir ligg­ur að ráðuneytið synjaði fund­ar­beiðni Ólaf­ar, sem er fyrr­ver­andi tengda­móðir barns­föður Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra, eft­ir að fyr­ir lá hvers eðlis er­indi henn­ar væri.

Jafn­framt ligg­ur fyr­ir að for­sæt­is­ráðuneytið ákvað að ræða efni er­ind­is­ins ekki við Ásthildi Lóu í ljósi þess hve viðkvæmt málið væri og að það lyti eðli síns vegna trúnaði inn­an ráðuneyt­is­ins.

Þið tókuð ákvörðun um að synja fund­ar­beiðninni. Sáuð þið ekki fram á að með þess­um fundi væri ein­hver leið til þess að sann­reyna þær upp­lýs­ing­ar sem fram komu í er­indi henn­ar?

„Það var ekki talið á þess­um tíma­punkti að þetta væri rétt fyrsta stopp að taka fund með for­sæt­is­ráðherra og það er oft þannig að mál sem ber­ast inn í for­sæt­is­ráðuneytið eiga frek­ar er­indi í ann­an far­veg eða mögu­lega er­indi í ein­hvern far­veg til að byrja með, áður en þau koma beint inn á borð for­sæt­is­ráðherra.

Þannig eins og ég hef áður sagt, þá það að þess­um fundi hafi verið hafnað á þess­um tíma­punkti þýðir ekki að það hafi verið tek­in afstaða til máls­ins eða það hafi verið lýst því yfir í ein­hverj­um sam­skipt­um að það ætti ekki að haf­ast með nein­um hætti,“ sagði Kristrún í sam­tali við mbl.is að lokn­um opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar á þing­inu í dag.

Nú var ákveðið að synja fundi þess sem sendi er­indið og ekki talað við ráðherr­ann vegna þess að trúnaður átti við í svo viðkvæmu máli. Hefði þetta mál ekki ein­fald­lega dagað uppi í ráðuneyt­inu, ef fjöl­miðlar hefðu ekki kom­ist á snoðir um málið?

„Það er auðvitað ekk­ert hægt að segja til um ef og hefði í þessu máli. Svona fór málið á þess­um tíma­punkti. Þetta er auðvitað rúm­lega þrjá­tíu ára gam­alt mál og hef­ur verið til staðar í lang­an tíma. Þarna hafði ráðherra setið nú þegar í marg­ar vik­ur í embætti og lengi verið þingmaður og þarna kem­ur málið inn á þess­um tíma­punkti. Það var ekki metið sem svo að miða við þenn­an bak­grunn máls­ins að að væri daga­spurs­mál með hvaða hætti það væri af­greitt. Við kom­umst hins veg­ar aldrei að þann stað með það mál að taka ákvörðun um það með hvaða hætti átti að aðhaf­ast vegna þess að áður en lengra var haldið, þá var þetta mál á leiðinni í fjöl­miðla og þá fæ ég upp­lýs­ing­ar um það að ráðherra vilji hitta mig. Og þá fæ ég fyrst staðfest­ingu á sann­leiks­gildi þess­ar­ar frá­sagn­ar,“ sagði Kristrún.

mbl.is