„Þetta eru auðvitað ekki málefnaleg viðbrögð“

Ásthildur Lóa segir af sér | 30. apríl 2025

„Þetta eru auðvitað ekki málefnaleg viðbrögð“

Forsætisráðherra segir ekki hægt að heita trúnaði um fundarbeiðnir, enda stangist það á við upplýsingalög og almennt ríki upplýsingaskylda um öll þau mál sem komin inn á borð forsætisráðuneytisins. Starfsmenn séu þó bundnir þagnarskyldu um viðkvæm mál og mikilvægt sé að bæði starfsmenn og ráðherrar fari rétt með þær upplýsingar sem berast. Það hafi fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra ekki gert áður en hún sagði af sér embætti.

„Þetta eru auðvitað ekki málefnaleg viðbrögð“

Ásthildur Lóa segir af sér | 30. apríl 2025

Kristrún sagði ekki hægt að heita trúnaði um fundarbeiðnir.
Kristrún sagði ekki hægt að heita trúnaði um fundarbeiðnir. mbl.is/Karítas

For­sæt­is­ráðherra seg­ir ekki hægt að heita trúnaði um fund­ar­beiðnir, enda stang­ist það á við upp­lýs­inga­lög og al­mennt ríki upp­lýs­inga­skylda um öll þau mál sem kom­in inn á borð for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. Starfs­menn séu þó bundn­ir þagn­ar­skyldu um viðkvæm mál og mik­il­vægt sé að bæði starfs­menn og ráðherr­ar fari rétt með þær upp­lýs­ing­ar sem ber­ast. Það hafi fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra ekki gert áður en hún sagði af sér embætti.

For­sæt­is­ráðherra seg­ir ekki hægt að heita trúnaði um fund­ar­beiðnir, enda stang­ist það á við upp­lýs­inga­lög og al­mennt ríki upp­lýs­inga­skylda um öll þau mál sem kom­in inn á borð for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. Starfs­menn séu þó bundn­ir þagn­ar­skyldu um viðkvæm mál og mik­il­vægt sé að bæði starfs­menn og ráðherr­ar fari rétt með þær upp­lýs­ing­ar sem ber­ast. Það hafi fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra ekki gert áður en hún sagði af sér embætti.

Þetta kom fram í máli Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í morg­un, þar sem fjallað var um meðferð for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins á er­indi um per­sónu­legt mál­efni Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra.

Starfsmaður Umbru, fyr­ir­tæk­is sem sér um sím­svör­un fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið, hafi eft­ir bestu vit­und Kristrún­ar ekki heitið trúnaði þegar Ólöf Björns­dótt­ir hafði sam­band og óskaði eft­ir fundi með for­sæt­is­ráðherra. Hafi það verið gert hafi það verið óheppi­legt, enda ekki heim­ilt að heita trúnaði um fund­ar­beiðnir, sem síma­talið sner­ist um.

Síðar upp­lýsti Ólöf ráðuneytið um það að Ásthild­ur hefði eign­ast barn með 16 ára dreng þegar hún sjálf var 23 ára, fyr­ir 35 árum síðan.

Ekk­ert benti til að málið væri viðkvæmt

Ólöf hef­ur haldið því fram að henni hafi verið heitið trúnaði fyrst þegar hún hringdi í for­sæt­is­ráðuneytið, en Kristrún hef­ur ít­rekað sagt að trúnaðar hafi ekki verið óskað og hon­um ekki heitið. Þegar Ólöf sendi svo bréf til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins kom ekki fram beiðni um trúnað en hún kvittaði und­ir póst­inn með nafni, heim­il­is­fangi og síma­núm­eri.

Þær upp­lýs­ing­ar fór aðstoðarmaður Kristrún­ar með til aðstoðar­manns Ásthild­ar og spurði hvort hún þekkti viðkom­andi, en hún svaraði því neit­andi. Kristrún sagði aðstoðar­menn­ina hafa rætt málið með það að leiðarljósi að liðka fyr­ir er­ind­inu og kanna hvort Ásthild­ur vissi um hvað málið sner­ist, enda var óskað eft­ir fundi til að ræða hana og tekið fram að hún mætti vera viðstödd.

Kristrún sagði ekk­ert hafa bent til þess á þeim tíma­punkti að um viðkvæmt mál væri að ræða og því upp­lýs­ing­arn­ar ekki tald­ar viðkvæm­ar. Þagn­ar­skylda ríki um einka- og fjár­hags­mál­efni ein­stak­linga, en þar und­ir falli ekki upp­lýs­ing­ar um kenni­tölu og lög­heim­ili nema þær teng­ist öðrum viðkvæm­um upp­lýs­ing­um, sem ekki var talið að þær gerðu í þessu máli.

Verði að geta treyst mál­efna­leg­um viðbrögðum

Kristrún sagði eng­an hafa órað fyr­ir því að er­indi fund­ar­ins væri það sem síðar kom í ljós og hvað þá að Ásthild­ur myndi nýta þær upp­lýs­ing­ar sem hún fékk um Ólöfu til að bregðast við eins og hún gerði. Með því að hringja ít­rekað í hana og fara heim til henn­ar.

„Mér fannst með öllu leyti óviðeig­andi hver viðbrögð ráðherra voru þegar hún frétti af því að viðkom­andi ein­stak­ling­ur væri að hafa sam­band. Borg­ar­ar eiga að geta treyst því að stjórn­völd, þar á meðal ráðherr­ar, bregðist mál­efna­lega við öll­um þeim er­ind­um sem þeim ber­ast og þetta eru auðvitað ekki mál­efna­leg viðbrögð,“ sagði Kristrún.

Hún hafi ekki vitað af viðbrögðum Ásthild­ar fyrr en 20. mars, sama daga og fjallað var um málið í fjöl­miðlum. Þá hafi hún átt fund með Ásthildi og fengið upp­lýs­ing­arn­ar frá fyrstu hendi.

mbl.is