Forsætisráðherra segir ekki hægt að heita trúnaði um fundarbeiðnir, enda stangist það á við upplýsingalög og almennt ríki upplýsingaskylda um öll þau mál sem komin inn á borð forsætisráðuneytisins. Starfsmenn séu þó bundnir þagnarskyldu um viðkvæm mál og mikilvægt sé að bæði starfsmenn og ráðherrar fari rétt með þær upplýsingar sem berast. Það hafi fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra ekki gert áður en hún sagði af sér embætti.
Forsætisráðherra segir ekki hægt að heita trúnaði um fundarbeiðnir, enda stangist það á við upplýsingalög og almennt ríki upplýsingaskylda um öll þau mál sem komin inn á borð forsætisráðuneytisins. Starfsmenn séu þó bundnir þagnarskyldu um viðkvæm mál og mikilvægt sé að bæði starfsmenn og ráðherrar fari rétt með þær upplýsingar sem berast. Það hafi fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra ekki gert áður en hún sagði af sér embætti.
Forsætisráðherra segir ekki hægt að heita trúnaði um fundarbeiðnir, enda stangist það á við upplýsingalög og almennt ríki upplýsingaskylda um öll þau mál sem komin inn á borð forsætisráðuneytisins. Starfsmenn séu þó bundnir þagnarskyldu um viðkvæm mál og mikilvægt sé að bæði starfsmenn og ráðherrar fari rétt með þær upplýsingar sem berast. Það hafi fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra ekki gert áður en hún sagði af sér embætti.
Þetta kom fram í máli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.
Starfsmaður Umbru, fyrirtækis sem sér um símsvörun fyrir forsætisráðuneytið, hafi eftir bestu vitund Kristrúnar ekki heitið trúnaði þegar Ólöf Björnsdóttir hafði samband og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra. Hafi það verið gert hafi það verið óheppilegt, enda ekki heimilt að heita trúnaði um fundarbeiðnir, sem símatalið snerist um.
Síðar upplýsti Ólöf ráðuneytið um það að Ásthildur hefði eignast barn með 16 ára dreng þegar hún sjálf var 23 ára, fyrir 35 árum síðan.
Ólöf hefur haldið því fram að henni hafi verið heitið trúnaði fyrst þegar hún hringdi í forsætisráðuneytið, en Kristrún hefur ítrekað sagt að trúnaðar hafi ekki verið óskað og honum ekki heitið. Þegar Ólöf sendi svo bréf til forsætisráðuneytisins kom ekki fram beiðni um trúnað en hún kvittaði undir póstinn með nafni, heimilisfangi og símanúmeri.
Þær upplýsingar fór aðstoðarmaður Kristrúnar með til aðstoðarmanns Ásthildar og spurði hvort hún þekkti viðkomandi, en hún svaraði því neitandi. Kristrún sagði aðstoðarmennina hafa rætt málið með það að leiðarljósi að liðka fyrir erindinu og kanna hvort Ásthildur vissi um hvað málið snerist, enda var óskað eftir fundi til að ræða hana og tekið fram að hún mætti vera viðstödd.
Kristrún sagði ekkert hafa bent til þess á þeim tímapunkti að um viðkvæmt mál væri að ræða og því upplýsingarnar ekki taldar viðkvæmar. Þagnarskylda ríki um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga, en þar undir falli ekki upplýsingar um kennitölu og lögheimili nema þær tengist öðrum viðkvæmum upplýsingum, sem ekki var talið að þær gerðu í þessu máli.
Kristrún sagði engan hafa órað fyrir því að erindi fundarins væri það sem síðar kom í ljós og hvað þá að Ásthildur myndi nýta þær upplýsingar sem hún fékk um Ólöfu til að bregðast við eins og hún gerði. Með því að hringja ítrekað í hana og fara heim til hennar.
„Mér fannst með öllu leyti óviðeigandi hver viðbrögð ráðherra voru þegar hún frétti af því að viðkomandi einstaklingur væri að hafa samband. Borgarar eiga að geta treyst því að stjórnvöld, þar á meðal ráðherrar, bregðist málefnalega við öllum þeim erindum sem þeim berast og þetta eru auðvitað ekki málefnaleg viðbrögð,“ sagði Kristrún.
Hún hafi ekki vitað af viðbrögðum Ásthildar fyrr en 20. mars, sama daga og fjallað var um málið í fjölmiðlum. Þá hafi hún átt fund með Ásthildi og fengið upplýsingarnar frá fyrstu hendi.