Þetta verða vinsælustu töskurnar í sumar

Fatastíllinn | 30. apríl 2025

Þetta verða vinsælustu töskurnar í sumar

Praktík einkennir töskurnar frá vinsælustu tískuhúsum heims fyrir sumarið. Þetta voru töskur sem hægt er að geyma nánast allt sitt í tekur við af litlu töskunum sem rúma aðeins einn varalit og úr svo gæðamiklu leðri sem sér aldrei á. 

Þetta verða vinsælustu töskurnar í sumar

Fatastíllinn | 30. apríl 2025

Rúskinn, litagleði, læknatöskur og ofnar töskur verða áberandi í sumar.
Rúskinn, litagleði, læknatöskur og ofnar töskur verða áberandi í sumar. Samsett mynd

Praktík ein­kenn­ir tösk­urn­ar frá vin­sæl­ustu tísku­hús­um heims fyr­ir sum­arið. Þetta voru tösk­ur sem hægt er að geyma nán­ast allt sitt í tek­ur við af litlu tösk­un­um sem rúma aðeins einn varalit og úr svo gæðamiklu leðri sem sér aldrei á. 

Praktík ein­kenn­ir tösk­urn­ar frá vin­sæl­ustu tísku­hús­um heims fyr­ir sum­arið. Þetta voru tösk­ur sem hægt er að geyma nán­ast allt sitt í tek­ur við af litlu tösk­un­um sem rúma aðeins einn varalit og úr svo gæðamiklu leðri sem sér aldrei á. 

Rúskinn­stösk­ur eru enn þá áber­andi eft­ir síðasta sum­ar þó að þær séu viðkvæm­ari en leðurtösk­ur og ofn­ar strátösk­ur eiga auðvitað alltaf við fyr­ir sum­arið, sér­stak­lega í heit­ari lönd­um.

Hér fyr­ir neðan er listi yfir vin­sæl­ustu tösk­urn­ar í sum­ar.

Raffía og ofið leður

Raffía eru nátt­úru­leg­ar trefjar sem unn­ar eru úr raffíapálma­trjám. Þetta efni hef­ur verið gríðarlega vin­sælt í sum­ar­legri tösk­ur árum sam­an enda gefa þær tösk­un­um suðrænt og strand­ar­legt út­lit. Svona tösk­ur verða vin­sæl­ar í sum­ar ásamt tösk­um úr ofnu leðri eins og sást frá Bottega Veneta, The Row og Jacqu­em­us.

Bottega Veneta, vor/sumar 2025.
Bottega Veneta, vor/​sum­ar 2025.
Chloé vor/sumar 2025.
Chloé vor/​sum­ar 2025.
Bottega Veneta vor/sumar 2025.
Bottega Veneta vor/​sum­ar 2025.
Oregon-taska frá The Row.
Or­egon-taska frá The Row.
Olivia-taska frá Khaite.
Oli­via-taska frá Khaite.
Taska úr ofnu dökkbrúnu leðri úr Zöru.
Taska úr ofnu dökk­brúnu leðri úr Zöru.

Læknatask­an

Praktísk­asta task­an þetta árið. Það kemst allt í hana, hún er úr þykku en mjúku leðri sem eld­ist vel og það er hægt að loka henni allri með renni­lás. Ef svona taska er ekki í fata­skápn­um nú þegar þá er vel hægt að fara að rétt­læta þessa fjár­fest­ingu.

Miu Miu vor/sumar 2025.
Miu Miu vor/​sum­ar 2025.
Miu Miu vor/sumar 2025.
Miu Miu vor/​sum­ar 2025.
Taska frá Prada.
Taska frá Prada.
Taska frá Miu Miu.
Taska frá Miu Miu.

Pylsu­hund­ur­inn

Þetta er ekki mest heill­andi orðið yfir tösku en lýs­andi þó. Pylsu­hund­ur­inn er rétt eins og þú ímynd­ar þér, mjó og löng. Það var task­an Le Teckel frá Alaia, sem þýða má sem pylsu­hund­inn, sem sló í gegn í fyrra og hafa önn­ur tísku­hús nú leikið þetta út­lit eft­ir.

Miu Miu vor/sumar 2025.
Miu Miu vor/​sum­ar 2025.
Le Teckel, eða Pylsuhundurinn frá Alaia.
Le Teckel, eða Pylsu­hund­ur­inn frá Alaia.
Simona-taska frá Khaite.
Simona-taska frá Khaite.
Taska frá Osoi.
Taska frá Osoi.


Rúskinnstaska

Það sem verður að hafa í huga þegar fjár­fest er í rúskinn­stösku er það að það munu koma risp­ur og aðrar lita­breyt­ing­ar í leðrið. Þú verður að læra að fagna þeim. Fyrstu dag­ana muntu án efa halda á tösk­unni líkt og ung­barni en með tím­an­um ró­astu. Því meiri saga, því betra.

Chloé vor/sumar 2025.
Chloé vor/​sum­ar 2025.
Toteme vor/sumar 2025.
Toteme vor/​sum­ar 2025.
Rúskinnstaska frá Toteme.
Rúskinnstaska frá Toteme.
Pebble-taska frá Loewe.
Pebble-taska frá Loewe.
Rúskinnstaska frá Massimo Dutti.
Rúskinnstaska frá Massimo Dutti.


Sná­ka­skinn

Sná­ka­skinns­mynst­ur hef­ur nú tekið við hlé­b­arðamynstr­inu um tíma. Mynstrið sést í föt­um, skóm og fylgi­hlut­um fyr­ir sum­arið og mun koma til að vera áber­andi í tösk­um. Hjá Dries Van Noten komu tösk­urn­ar í öll­um stærðum og gerðum en brúnt sná­ka­skinn var alls­ráðandi í lín­unni.

Dries Van Noten vor/sumar 2025.
Dries Van Noten vor/​sum­ar 2025.
Dries Van Noten vor/sumar 2025.
Dries Van Noten vor/​sum­ar 2025.
Puzzle-taska frá Loewe.
Puzzle-taska frá Loewe.
Snákaskinnstaska frá Cos.
Sná­ka­skinnstaska frá Cos.
Taska frá Bottega Veneta.
Taska frá Bottega Veneta.

Litagleði

Það þarf ekki allt að vera svart, ljóst eða brúnt held­ur voru lit­rík­ar tösk­ur mjög áber­andi á tískupöll­un­um. Þess­ar tösk­ur gera mikið fyr­ir heild­ar­út­litið og það þarf aðeins eina tösku sem stend­ur út til að gera ann­ars lit­laus föt spenn­andi.

Chanel vor/sumar 2025.
Chanel vor/​sum­ar 2025.
Loewe vor/sumar 2025.
Loewe vor/​sum­ar 2025.
Taska frá Chloé.
Taska frá Chloé.
Taska frá Gucci.
Taska frá Gucci.
Taska frá Ferragamo.
Taska frá Ferragamo.
mbl.is