Vildu bæta í

Alþingi | 30. apríl 2025

Vildu bæta í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að einhugur hafi verið í ríkisstjórn um frumvarp sitt um tvöföldun veiðigjalda, sem afgreitt var úr ríkisstjórn í gærmorgun. Hins vegar hafi það verið töluvert rætt og fram komið hugmyndir um að „bæta í“, án þess að hún vildi fara nánar út í þá sálma.

Vildu bæta í

Alþingi | 30. apríl 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra seg­ir að ein­hug­ur hafi verið í rík­is­stjórn um frum­varp sitt um tvö­föld­un veiðigjalda, sem af­greitt var úr rík­is­stjórn í gær­morg­un. Hins veg­ar hafi það verið tölu­vert rætt og fram komið hug­mynd­ir um að „bæta í“, án þess að hún vildi fara nán­ar út í þá sálma.

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra seg­ir að ein­hug­ur hafi verið í rík­is­stjórn um frum­varp sitt um tvö­föld­un veiðigjalda, sem af­greitt var úr rík­is­stjórn í gær­morg­un. Hins veg­ar hafi það verið tölu­vert rætt og fram komið hug­mynd­ir um að „bæta í“, án þess að hún vildi fara nán­ar út í þá sálma.

Ráðherra vildi ekki held­ur svara því hvort hún teldi að með þess­ari hækk­un væri fundið sann­gjarnt gjald eða hvort fleiri slíkra hækk­ana væri að vænta, en kvaðst binda von­ir við að sú aðferð við út­reikn­ing verðmæta, sem þar kæmi fram, án þess að hróflað væri við fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu að öðru leyti, myndi fest­ast í sessi.

Þetta og fleira til kom fram í viðtali við at­vinnu­vegaráðherra eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í gær, sem lesa má í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is