Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi, en í kjölfar samráðs hafa verið gerðar breytingar á því.
Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi, en í kjölfar samráðs hafa verið gerðar breytingar á því.
Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi, en í kjölfar samráðs hafa verið gerðar breytingar á því.
Er það meðal annars til að koma til móts við gagnrýni sveitarfélaga, minni útgerða og gagnrýni á að það skorti mat á áhrifum frumvarpsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Frumvarpið var birt í samráðsgátt stjórnvalda frá 25. mars til 3. apríl og bárust 112 umsagnir. Víða kom fram gagnrýni á að hækkun veiðigjalda kæmi hart niður á litlum og meðalstórum útgerðum. Einnig var kallað eftir betra mati á áhrifum frumvarpsins.
Í kjölfar samráðsins hefur frítekjumark verið hækkað. Í flestum tegundum fiskveiða verður frítekjumark nú 40% af fyrstu 9 milljónum króna í álagningu hvers árs. Fyrir þorsk og ýsu verður það 40% af fyrstu 50 milljónum króna í álagningu.
Þessar breytingar eru sérstaklega ætlaðar til að milda áhrif frumvarpsins á smærri útgerðir.
Auk þess hefur verið bætt við ítarlegri greiningum í greinargerð frumvarpsins. Þar má nú finna mat á áhrifum frumvarpsins á um 100 stærstu fyrirtækin í greininni, heildarskattlagningu sjávarútvegs og samanburð við verðmyndun í Noregi.
„Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir í tilkynningunni.