Breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu

Veiðigjöld | 1. maí 2025

Breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi, en í kjölfar samráðs hafa verið gerðar breytingar á því.

Breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu

Veiðigjöld | 1. maí 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra leggur fram frumvarpið.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra leggur fram frumvarpið. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um hækk­un veiðigjalda hef­ur verið lagt fram á Alþingi, en í kjöl­far sam­ráðs hafa verið gerðar breyt­ing­ar á því.

Frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um hækk­un veiðigjalda hef­ur verið lagt fram á Alþingi, en í kjöl­far sam­ráðs hafa verið gerðar breyt­ing­ar á því.

Er það meðal ann­ars til að koma til móts við gagn­rýni sveit­ar­fé­laga, minni út­gerða og gagn­rýni á að það skorti mat á áhrif­um frum­varps­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Frí­tekju­mark hækkað

Frum­varpið var birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda frá 25. mars til 3. apríl og bár­ust 112 um­sagn­ir. Víða kom fram gagn­rýni á að hækk­un veiðigjalda kæmi hart niður á litl­um og meðal­stór­um út­gerðum. Einnig var kallað eft­ir betra mati á áhrif­um frum­varps­ins.

Í kjöl­far sam­ráðsins hef­ur frí­tekju­mark verið hækkað. Í flest­um teg­und­um fisk­veiða verður frí­tekju­mark nú 40% af fyrstu 9 millj­ón­um króna í álagn­ingu hvers árs. Fyr­ir þorsk og ýsu verður það 40% af fyrstu 50 millj­ón­um króna í álagn­ingu.

Þess­ar breyt­ing­ar eru sér­stak­lega ætlaðar til að milda áhrif frum­varps­ins á smærri út­gerðir.

30 stærstu fyr­ir­tæk­in greiði 90% af veiðigjöld­um

Auk þess hef­ur verið bætt við ít­ar­legri grein­ing­um í grein­ar­gerð frum­varps­ins. Þar má nú finna mat á áhrif­um frum­varps­ins á um 100 stærstu fyr­ir­tæk­in í grein­inni, heild­ar­skatt­lagn­ingu sjáv­ar­út­vegs og sam­an­b­urð við verðmynd­un í Nor­egi.

„Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að 30 stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in greiði 90% af veiðigjöld­um að lokn­um breyt­ing­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is