Dregur úr sölu McDonalds: „Neytendur að glíma við óvissu“

Dregur úr sölu McDonalds: „Neytendur að glíma við óvissu“

Bandaríkjamenn virðast versla síður við McDonalds en áður. Töluvert minni sala hefur verið hjá fyrirtækinu fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við árið í fyrra. Ekki hefur verið svo lítil sala hjá skyndibitakeðjunni síðan á hápunkti kórónuveirufaraldurs árið 2020.

Dregur úr sölu McDonalds: „Neytendur að glíma við óvissu“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 1. maí 2025

Bandaríkjamenn sækjast síður í skyndibitakeðjuna í ljósi óvissu í efnahagsmálum.
Bandaríkjamenn sækjast síður í skyndibitakeðjuna í ljósi óvissu í efnahagsmálum. AFP

Banda­ríkja­menn virðast versla síður við McDon­alds en áður. Tölu­vert minni sala hef­ur verið hjá fyr­ir­tæk­inu fyrstu þrjá mánuði árs­ins miðað við árið í fyrra. Ekki hef­ur verið svo lít­il sala hjá skyndi­bita­keðjunni síðan á hápunkti kór­ónu­veirufar­ald­urs árið 2020.

Banda­ríkja­menn virðast versla síður við McDon­alds en áður. Tölu­vert minni sala hef­ur verið hjá fyr­ir­tæk­inu fyrstu þrjá mánuði árs­ins miðað við árið í fyrra. Ekki hef­ur verið svo lít­il sala hjá skyndi­bita­keðjunni síðan á hápunkti kór­ónu­veirufar­ald­urs árið 2020.

Fyr­ir­tækið seg­ir ástæðuna áhyggju fólks af banda­ríska hag­kerf­inu. Verð á mat­væl­um McDon­alds hafa hækkað síðastliðna mánuði en heim­ili með lægri tekj­ur virðast versla síður við skyndi­bita­keðjuna en áður.

Tekj­ur banda­rískra McDon­alds-úti­búa, sem hafa verið opin síðastliðið ár, dróg­ust sam­an um 3,6% á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins miðað við árið áður. Minni sala féll sam­an við 0,3% sam­drátt í banda­ríska hag­kerf­inu á fyrsta ár­fjórðungi.

Á sama tíma og sam­drátt­ur var í sölu McDon­alds í Banda­ríkj­un­um jókst sala McDon­alds í Jap­an, Ástr­al­íu og Miðaust­ur­lönd­um á fyrstu mánuðum árs­ins.

„Neyt­end­ur eru að glíma við óvissu en þeir geta alltaf reitt sig á McDon­alds,“ sagði Chris Kempcz­inki, for­stjóri McDon­alds, í viðbrögðum við sölu­lækk­un­inni.

mbl.is