Bandaríkjamenn virðast versla síður við McDonalds en áður. Töluvert minni sala hefur verið hjá fyrirtækinu fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við árið í fyrra. Ekki hefur verið svo lítil sala hjá skyndibitakeðjunni síðan á hápunkti kórónuveirufaraldurs árið 2020.
Bandaríkjamenn virðast versla síður við McDonalds en áður. Töluvert minni sala hefur verið hjá fyrirtækinu fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við árið í fyrra. Ekki hefur verið svo lítil sala hjá skyndibitakeðjunni síðan á hápunkti kórónuveirufaraldurs árið 2020.
Bandaríkjamenn virðast versla síður við McDonalds en áður. Töluvert minni sala hefur verið hjá fyrirtækinu fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við árið í fyrra. Ekki hefur verið svo lítil sala hjá skyndibitakeðjunni síðan á hápunkti kórónuveirufaraldurs árið 2020.
Fyrirtækið segir ástæðuna áhyggju fólks af bandaríska hagkerfinu. Verð á matvælum McDonalds hafa hækkað síðastliðna mánuði en heimili með lægri tekjur virðast versla síður við skyndibitakeðjuna en áður.
Tekjur bandarískra McDonalds-útibúa, sem hafa verið opin síðastliðið ár, drógust saman um 3,6% á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við árið áður. Minni sala féll saman við 0,3% samdrátt í bandaríska hagkerfinu á fyrsta árfjórðungi.
Á sama tíma og samdráttur var í sölu McDonalds í Bandaríkjunum jókst sala McDonalds í Japan, Ástralíu og Miðausturlöndum á fyrstu mánuðum ársins.
„Neytendur eru að glíma við óvissu en þeir geta alltaf reitt sig á McDonalds,“ sagði Chris Kempczinki, forstjóri McDonalds, í viðbrögðum við sölulækkuninni.