Michael Bolton opnar sig um veikindabaráttuna

Poppkúltúr | 1. maí 2025

Michael Bolton opnar sig um veikindabaráttuna

Söngvarinn Michael Bolton hefur selt yfir 75 milljónir platna og unnið til tveggja Grammy-verðlauna á 50 ára ferli sínum. Rödd Boltons hefur ekki aðeins átt þátt á jákvæðum stundum söngvarans heldur einnig þjónað á erfiðustu stundum lífs hans.

Michael Bolton opnar sig um veikindabaráttuna

Poppkúltúr | 1. maí 2025

Myndin af kappanum er tekin á ströndinni í Marbella á …
Myndin af kappanum er tekin á ströndinni í Marbella á Spáni í júlí 2023, en síðar sama ár greindist hann með illvígt krabbamein í heila. Skjáskot/Instagram

Söngv­ar­inn Michael Bolt­on hef­ur selt yfir 75 millj­ón­ir platna og unnið til tveggja Grammy-verðlauna á 50 ára ferli sín­um. Rödd Bolt­ons hef­ur ekki aðeins átt þátt á já­kvæðum stund­um söngv­ar­ans held­ur einnig þjónað á erfiðustu stund­um lífs hans.

Söngv­ar­inn Michael Bolt­on hef­ur selt yfir 75 millj­ón­ir platna og unnið til tveggja Grammy-verðlauna á 50 ára ferli sín­um. Rödd Bolt­ons hef­ur ekki aðeins átt þátt á já­kvæðum stund­um söngv­ar­ans held­ur einnig þjónað á erfiðustu stund­um lífs hans.

Á meðan hann jafnaði sig eft­ir bráðaaðgerð á heila 4. des­em­ber 2023 söng Bolt­on dætr­um hans, Holly, 47 ára, Isu, 49 ára, og Taryn, 45 ára, til mik­ils létt­is. En krabba­meinið sem Bolt­on berst við er bæði sjald­gæft og ill­vígt og fékk hann niður­stöðurn­ar eft­ir bráðaaðgerðina.

„Þú ert að teygja þig inn í auðlind­ir þínar og ákveðni á þann hátt sem þú hefðir aldrei trúað,“ seg­ir söngv­ar­inn í forsíðufrétt vik­unn­ar í tíma­rit­inu People. „Að lúta áskor­un­inni er ekki val­kost­ur. Þú ert mjög fljót­ur að drag­ast inn í ein­vígi. Ég býst við að það sé þannig sem þú kemst að því úr hverju þú ert gerður.“

Gekkst und­ir seinni aðgerðina 2024

Hann gekkst und­ir aðra aðgerð í janú­ar 2024 vegna sýk­ing­ar og eft­ir að hann lauk geisla- og lyfjameðferð í októ­ber sama ár hef­ur hann farið í seg­ulóm­un á tveggja mánaða fresti til að ganga úr skugga um að meinið sé ekki komið aft­ur.

„Þegar þú lend­ir í krefj­andi stöðu, bara að vita að þú ert ekki að ganga einn í gegn­um það er mikið mál,“ seg­ir Bolt­on sem enn er vongóður. „Það hjálp­ar fólki að vita. Það minn­ir á að það er ekki eitt.“

Söngv­ar­inn deildi fyrst frétt­um af veik­ind­um sín­um á In­sta­gram í janú­ar 2024 með þeim skila­boðum að hann hefði geng­ist und­ir aðgerð á heila og hefði tekið sér pásu frá tón­leika­ferðalög­um.

Bolt­on hug­leiðir dag­lega og spil­ar golf eins mikið og hann get­ur, og hann vinn­ur enn með einkaþjálf­ara og tek­ur söng­tíma, ásamt því að þjálfa rödd­ina í fjar­tím­um á net­inu.

„Ég vil halda áfram. Mér finnst enn mikið að gera á bar­daga­hliðinni,“ seg­ir hann. „Ég fékk titil fyr­ir lag; Brotna ekki niður án þess að berj­ast.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by People Magaz­ine (@people)

People

mbl.is