Skipaði þá aðila „sem ég taldi hæfasta“

Alþingi | 1. maí 2025

Skipaði þá aðila „sem ég taldi hæfasta“

Þær Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, áttu nokkur orðaskipti á þingfundi í gær þar sem skipan í stjórnir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins voru umræðuefnið.

Skipaði þá aðila „sem ég taldi hæfasta“

Alþingi | 1. maí 2025

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, svaraði spurningum Sigríðar Andersen þingmanns …
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, svaraði spurningum Sigríðar Andersen þingmanns Miðflokksins um skipun stjórna HMS og TR á Alþingi í gær. mbl.is/Eyþór

Þær Sig­ríður And­er­sen þingmaður Miðflokks­ins og Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra og formaður Flokks fólks­ins, áttu nokk­ur orðaskipti á þing­fundi í gær þar sem skip­an í stjórn­ir Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar og Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins voru umræðuefnið.

Þær Sig­ríður And­er­sen þingmaður Miðflokks­ins og Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra og formaður Flokks fólks­ins, áttu nokk­ur orðaskipti á þing­fundi í gær þar sem skip­an í stjórn­ir Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar og Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins voru umræðuefnið.

Óskaði þingmaður­inn skýr­inga ráðherr­ans á að gæta ekki ákvæða jafn­rétt­islaga við skip­un í stjórn HMS og hefði Jafn­rétt­is­stofa óskað skýr­inga á því, en Verk­fræðinga­fé­lag Íslands hefði hins veg­ar fett fing­ur út í skort á fag­legri hæfni þeirra nefnd­ar­manna sem Inga skipaði.

Hvað stjórn TR áhrær­ir vildi þingmaður­inn vita hverju það sætti að ráðherra hefði enn ekki látið verða af því að skipa stofn­un­inni nýja stjórn eft­ir að skip­un­ar­tími fyrri stjórn­ar rann sitt skeið á enda í nóv­em­ber. Kvað Sig­ríður sér kunn­ugt um þann ásetn­ing ráðherr­ans að leggja stjórn TR niður.

Þakkaði Inga Sæ­land Sig­ríði fyr­ir­spurn­ina í svari sínu og benti í fram­hald­inu á að sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um væri heim­ilt að víkja frá þeirri meg­in­reglu við skip­un stjórna að skipa karl og konu, rétt­lættu hlut­læg­ar ástæður frá­vik og nefndi ráðherra hæfi stjórn­ar­manna sem dæmi um slík­ar ástæður.

Póli­tískt skipuð enda verk­in póli­tísk

„Í til­viki skip­un­ar stjórn­ar HMS ný­verið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæf­asta til að fylgja þeirri stefnu sem rík­is­stjórn­in hef­ur í hús­næðismál­um,“ sagði Inga því næst og bætti því við að stjórn­in væri póli­tískt skipuð enda væru verk­efni henn­ar af póli­tísk­um toga.

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins ræddi stjórnarmálefni HMS og TR …
Sig­ríður Á. And­er­sen þingmaður Miðflokks­ins ræddi stjórn­ar­mál­efni HMS og TR við Ingu Sæ­land í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sig­ríður tók þá til máls á ný og kvaðst skilja Ingu þannig að hún liti svo á að stjórn HMS væri póli­tískt skipuð og vænti Sig­ríður þess þar með að skip­un­in hefði farið fram í ljósi þess að skipaðir nefnd­ar­menn væru það hæf­ir, að víkja hafi þurft frá skýr­um ákvæðum jafn­rétt­islaga um að gæta sem jafn­ast kynja­hlut­falls.

„Það er líka áhuga­vert að heyra það að Sam­tök sveit­ar­fé­laga hafi talið sér heim­ilt að til­nefna bara einn mann í sama ljósi,“ sagði Sig­ríður enn frem­ur áður en hún benti Ingu á að ekk­ert hefði orðið af svari ráðherr­ans um skip­un nýrr­ar stjórn­ar TR og væri sú spurn­ing því ít­rekuð.

Skip­un ekki tíma­bær

Tók Inga til máls á ný og kvað það rétt að hún hefði í hyggju að leggja stjórn­ina niður og væri frum­varp þar að lút­andi til meðhöndl­un­ar þings­ins um þess­ar mund­ir. Þar með réði lýðræðis­leg­ur vilji Alþing­is því hvort af skip­un nýrr­ar stjórn­ar yrði í fyll­ingu tím­ans.

„Þar af leiðandi er ekki tíma­bært að skipa í nýja stjórn. Við telj­um að stjórn Trygg­inga­stofn­un­ar sé í raun­inni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yf­ir­stjórn í stofn­un­inni sjálfri, for­stjóra, og þetta heyr­ir beint und­ir ráðherra og ég ef­ast ekki um að hæst­virt­ur þingmaður sjái hagræðing­una í því að vera ekki að skipa í stjórn­ir bara skip­un­ar­inn­ar vegna, enda erum við frek­ar að reyna að draga úr yf­ir­bygg­ingu og óþarfa út­gjöld­um í stjórn­ir, nefnd­ir og ráð sem hugs­an­lega mega missa sín.

mbl.is