Þær Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, áttu nokkur orðaskipti á þingfundi í gær þar sem skipan í stjórnir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins voru umræðuefnið.
Þær Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, áttu nokkur orðaskipti á þingfundi í gær þar sem skipan í stjórnir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins voru umræðuefnið.
Þær Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, áttu nokkur orðaskipti á þingfundi í gær þar sem skipan í stjórnir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins voru umræðuefnið.
Óskaði þingmaðurinn skýringa ráðherrans á að gæta ekki ákvæða jafnréttislaga við skipun í stjórn HMS og hefði Jafnréttisstofa óskað skýringa á því, en Verkfræðingafélag Íslands hefði hins vegar fett fingur út í skort á faglegri hæfni þeirra nefndarmanna sem Inga skipaði.
Hvað stjórn TR áhrærir vildi þingmaðurinn vita hverju það sætti að ráðherra hefði enn ekki látið verða af því að skipa stofnuninni nýja stjórn eftir að skipunartími fyrri stjórnar rann sitt skeið á enda í nóvember. Kvað Sigríður sér kunnugt um þann ásetning ráðherrans að leggja stjórn TR niður.
Þakkaði Inga Sæland Sigríði fyrirspurnina í svari sínu og benti í framhaldinu á að samkvæmt jafnréttislögum væri heimilt að víkja frá þeirri meginreglu við skipun stjórna að skipa karl og konu, réttlættu hlutlægar ástæður frávik og nefndi ráðherra hæfi stjórnarmanna sem dæmi um slíkar ástæður.
„Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum,“ sagði Inga því næst og bætti því við að stjórnin væri pólitískt skipuð enda væru verkefni hennar af pólitískum toga.
Sigríður tók þá til máls á ný og kvaðst skilja Ingu þannig að hún liti svo á að stjórn HMS væri pólitískt skipuð og vænti Sigríður þess þar með að skipunin hefði farið fram í ljósi þess að skipaðir nefndarmenn væru það hæfir, að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga um að gæta sem jafnast kynjahlutfalls.
„Það er líka áhugavert að heyra það að Samtök sveitarfélaga hafi talið sér heimilt að tilnefna bara einn mann í sama ljósi,“ sagði Sigríður enn fremur áður en hún benti Ingu á að ekkert hefði orðið af svari ráðherrans um skipun nýrrar stjórnar TR og væri sú spurning því ítrekuð.
Tók Inga til máls á ný og kvað það rétt að hún hefði í hyggju að leggja stjórnina niður og væri frumvarp þar að lútandi til meðhöndlunar þingsins um þessar mundir. Þar með réði lýðræðislegur vilji Alþingis því hvort af skipun nýrrar stjórnar yrði í fyllingu tímans.
„Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hæstvirtur þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín.