Mike Waltz hefur verið bolað út sem þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna Signal-hneykslisins. Þess í stað verður hann tilnefndur í stöðu sendiherra til Sameinuðu þjóðanna.
Mike Waltz hefur verið bolað út sem þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna Signal-hneykslisins. Þess í stað verður hann tilnefndur í stöðu sendiherra til Sameinuðu þjóðanna.
Mike Waltz hefur verið bolað út sem þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna Signal-hneykslisins. Þess í stað verður hann tilnefndur í stöðu sendiherra til Sameinuðu þjóðanna.
Marco Rubio utanríkisráðherra mun tímabundið gegna skyldum þjóðaröryggisráðgjafa.
„Það gleður mig að tilkynna að ég muni tilnefna Mike Waltz sem næsta sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna,“ skrifaði Trump á Truth Social í dag, 1. maí.
Þetta er fyrsta verulega hrókering sem Trump gerir í sínum innsta hring frá því að annað kjörtímabil forsetans hófst, en hann hefur viljað forðast slík útspil að því er New York Times greinir frá.
Fyrr í dag greindu bandarískir miðlar frá því að Waltz og varamaður hans, Alex Wong, væru að hætta þar sem Waltz hefur verið á hálum ís að undanförnu, eftir að ritstjóra Atlantic var óvart hleypt inn í háleynilegan spjallhóp ráðamanna.
Í hópnum ræddu Waltz, J.D.Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri m.a. flugáætlanir árásaþotnanna sem síðar gerðu árás á Húta þann 15. mars.
Waltz hefur sagst bera fulla ábyrgð á því að blaðamanninum hafi óvart verið bætt við spjallhópinn.
Waltz skrifaði á X nú í kvöld að það væri heiður „að halda áfram þjónustu minni við forsetann og okkar frábæru þjóð“.