Trump hrókerar í innsta hring

Trump hrókerar í innsta hring

Mike Waltz hefur verið bolað út sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna Signal-hneykslisins. Þess í stað verður hann tilnefndur í stöðu sendiherra til Sameinuðu þjóðanna.

Trump hrókerar í innsta hring

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 1. maí 2025

Mike Waltz, fráfarandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, stendur fyrir aftan yfirmann sinn, …
Mike Waltz, fráfarandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, stendur fyrir aftan yfirmann sinn, sem hefur nú tilnefnt Waltz sem sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. AFP

Mike Waltz hef­ur verið bolað út sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta vegna Signal-hneyksl­is­ins. Þess í stað verður hann til­nefnd­ur í stöðu sendi­herra til Sam­einuðu þjóðanna.

Mike Waltz hef­ur verið bolað út sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta vegna Signal-hneyksl­is­ins. Þess í stað verður hann til­nefnd­ur í stöðu sendi­herra til Sam­einuðu þjóðanna.

Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra mun tíma­bundið gegna skyld­um þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa.

„Það gleður mig að til­kynna að ég muni til­nefna Mike Waltz sem næsta sendi­herra Banda­ríkj­anna til Sam­einuðu þjóðanna,“ skrifaði Trump á Truth Social í dag, 1. maí.

Þetta er fyrsta veru­lega hróker­ing sem Trump ger­ir í sín­um innsta hring frá því að annað kjör­tíma­bil for­set­ans hófst, en hann hef­ur viljað forðast slík út­spil að því er New York Times  grein­ir frá.

Vals­ar um á hálum ís

Fyrr í dag greindu banda­rísk­ir miðlar frá því að Waltz og varamaður hans, Alex Wong, væru að hætta þar sem Waltz hef­ur verið á hálum ís að und­an­förnu, eft­ir að rit­stjóra Atlantic var óvart hleypt inn í há­leyni­leg­an spjall­hóp ráðamanna.

Í hópn­um ræddu Waltz, J.D.Vance vara­for­seti, Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra og fleiri m.a. flugáætl­an­ir árásaþotn­anna sem síðar gerðu árás á Húta þann 15. mars.

Signal-mennirnir: Pete Hegseth varnarmálaráðherra, J.D. Vance varaforseti, John Ratcliffe forstjóri …
Signal-menn­irn­ir: Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra, J.D. Vance vara­for­seti, John Ratclif­fe for­stjóri CIA, Mike Waltz frá­far­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi, Stephen Miller starfs­manna­stjóri heima­varna og Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra. AFP

Waltz hef­ur sagst bera fulla ábyrgð á því að blaðamann­in­um hafi óvart verið bætt við spjall­hóp­inn.

Waltz skrifaði á X nú í kvöld að það væri heiður „að halda áfram þjón­ustu minni við for­set­ann og okk­ar frá­bæru þjóð“.

mbl.is