Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, er sagður ætla að segja af sér. Gerist þetta í framhaldi af Signal-hneykslinu, þar sem blaðamanni var óvart bætt í spjallhóp ráðamanna sem ræddu þar trúnaðarmál.
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, er sagður ætla að segja af sér. Gerist þetta í framhaldi af Signal-hneykslinu, þar sem blaðamanni var óvart bætt í spjallhóp ráðamanna sem ræddu þar trúnaðarmál.
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, er sagður ætla að segja af sér. Gerist þetta í framhaldi af Signal-hneykslinu, þar sem blaðamanni var óvart bætt í spjallhóp ráðamanna sem ræddu þar trúnaðarmál.
Waltz og varamaður hans, Alex Wong, eru báðir á útleið, að sögn fréttastofu CBS, en Fox greinir frá því að búist sé við viðbrögðum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta innan skamms vegna málsins.
Áður hefur verið greint frá því að árás Bandaríkjanna á Húta í Jemen þann 15. mars hafi verið rædd á milli Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri í ríkisstjórn Trumps á spjallrás á Signal.
Atlantic greindi frá Signal-spjallhópnum í mars, þar sem ritstjóra tímaritsins, Jefferey Goldberg, var fyrir mistök bætt við í spjallið. Á meðal upplýsinga sem deilt var á spjallrásinni voru flugáætlanir árásaþotnanna sem síðar gerðu árás á Húta.
Waltz hefur sagst bera fulla ábyrgð á því að blaðamanninum hafi óvart verið bætt við spjallhópinn.
Bandarískir miðlar greina nú frá því að Waltz og Wong muni taka pokann sinn, eftir að ólga hafi skapast innan Hvíta hússins um hvort Waltz ætti að fá að halda starfi sínu.