Waltz sagður taka pokann sinn

Waltz sagður taka pokann sinn

Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, er sagður ætla að segja af sér. Gerist þetta í framhaldi af Signal-hneykslinu, þar sem blaðamanni var óvart bætt í spjallhóp ráðamanna sem ræddu þar trúnaðarmál.

Waltz sagður taka pokann sinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 1. maí 2025

Þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz hefur sagt að hann beri fulla ábyrgð …
Þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz hefur sagt að hann beri fulla ábyrgð á því að blaðamanninum hafi óvart verið bætt við spjallhópinn. AFP

Mike Waltz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkja­for­seta, er sagður ætla að segja af sér. Ger­ist þetta í fram­haldi af Signal-hneyksl­inu, þar sem blaðamanni var óvart bætt í spjall­hóp ráðamanna sem ræddu þar trúnaðar­mál.

Mike Waltz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkja­for­seta, er sagður ætla að segja af sér. Ger­ist þetta í fram­haldi af Signal-hneyksl­inu, þar sem blaðamanni var óvart bætt í spjall­hóp ráðamanna sem ræddu þar trúnaðar­mál.

Waltz og varamaður hans, Alex Wong, eru báðir á út­leið, að sögn frétta­stofu CBS, en Fox grein­ir frá því að bú­ist sé við viðbrögðum frá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta inn­an skamms vegna máls­ins.

Áður hef­ur verið greint frá því að árás­ Banda­ríkj­anna á Húta í Jemen þann 15. mars hafi verið rædd á milli Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra og fleiri í rík­is­stjórn Trumps á spjall­rás á Signal.

Atlantic greindi frá Signal-spjall­hópn­um í mars, þar sem rit­stjóra tíma­rits­ins, Jef­f­erey Gold­berg, var fyr­ir mis­tök bætt við í spjallið. Á meðal upp­lýs­inga sem deilt var á spjall­rás­inni voru flugáætl­an­ir árásaþotn­anna sem síðar gerðu árás á Húta. 

Waltz hef­ur sagst bera fulla ábyrgð á því að blaðamann­in­um hafi óvart verið bætt við spjall­hóp­inn.

Banda­rísk­ir miðlar greina nú frá því að Waltz og Wong muni taka pok­ann sinn, eft­ir að ólga hafi skap­ast inn­an Hvíta húss­ins um hvort Waltz ætti að fá að halda starfi sínu.

mbl.is