Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hefur verið iðin við að birta myndir frá Íslandsheimsókn sinni á samfélagsmiðlasíðunni Instagram.
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hefur verið iðin við að birta myndir frá Íslandsheimsókn sinni á samfélagsmiðlasíðunni Instagram.
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hefur verið iðin við að birta myndir frá Íslandsheimsókn sinni á samfélagsmiðlasíðunni Instagram.
Bieber kom til landsins í byrjun vikunnar og dvelur á sveitasetrinu Deplar Farm í Fljótunum á Tröllaskaga þar sem hann vinnur hörðum höndum að nýrri breiðskífu.
Hinn 31 árs gamli tónlistarmaður virðist vera að njóta sín vel ef marka má myndir sem hann hefur birt síðustu daga.
Nýjasta færsla tónlistarmannsins hefur þó vakið sérstaka athygli, en hún sýnir hann reykja jónu í upptökuverinu Flóki Studios í Haganesvík.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann deilir mynd af sér að reykja, en Bieber er sagður hafa byrjað að reykja marijúana þegar hann var aðeins 12 ára gamall.