Á fyrstu þremur mánuðum ársins greiddu íslenskar útgerðir 2,9 milljarða króna í veiðigjöld og er það tæplega fimmtungi meira en á sama tímabili í fyrra, en hækkunina má rekja til núverandi veiðigjaldakerfis þar sem álagning tekur mið af afkomu veiðanna fyrir tveimur árum.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins greiddu íslenskar útgerðir 2,9 milljarða króna í veiðigjöld og er það tæplega fimmtungi meira en á sama tímabili í fyrra, en hækkunina má rekja til núverandi veiðigjaldakerfis þar sem álagning tekur mið af afkomu veiðanna fyrir tveimur árum.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins greiddu íslenskar útgerðir 2,9 milljarða króna í veiðigjöld og er það tæplega fimmtungi meira en á sama tímabili í fyrra, en hækkunina má rekja til núverandi veiðigjaldakerfis þar sem álagning tekur mið af afkomu veiðanna fyrir tveimur árum.
Allt síðasta ár greiddu útgerðirnar 10,2 milljarða í veiðigjald.
Samkvæmt gögnum Fiskistofu voru innheimtar 1.097 milljónir króna í veiðigjöld í mars síðastliðnum sem er þriðjungi meira en í sama mánuði í fyrra. Þá nam álagning slíkra gjalda rúmlega 971 milljón í febrúar sem var um 10% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra, en í janúar var upphæðin 14% hærri en árið 2024.
Um síðastliðin áramót tóku veiðigjöld töluverðum breytingum í samræmi við útreikninga á álagningu þessara gjalda sem taka mið af afkomu veiða hverrar tegundar fyrir tveimur árum, það er að segja árið 2023.
Hækkaði veiðigjald í krónum á hvert í kíló á flestar tegundir en lækkaði í tilfelli ýsu, skötusels og skarkola.
Álagning á uppsjávartegundir jókst verulega milli ára, hlutfallslega mest í tilfelli makríls sem hækkaði um 483% og endaði í 10,43 krónum á kíló. Þá er veiðigjald á síld 10,09 krónur á þessu ári sem er 145% hærra en í fyrra. Auk þess hækkaði veiðigjald á loðnu um 86% í 7,29 krónur og kolmunna um 30% í 4,16 krónur.
Af fiskitegundum hækkaði gjald mest í krónum talið í tilfelli grásleppu, úr engu í 11,31 krónu. Ekki hefur verið greitt veiðigjald af grásleppu áður og er ástæða þess að veiðarnar hafa áður fyrr ekki verið stýrðar með kvóta, en tegundin var kvótasett með lagasetningu á síðasta ári.