Kardínálaþing hefst á miðvikudag 7. maí í Sixtínsku kapellunni. Verið er að koma fyrir strompinum sem gefur til kynna framvindu þingsins.
Kardínálaþing hefst á miðvikudag 7. maí í Sixtínsku kapellunni. Verið er að koma fyrir strompinum sem gefur til kynna framvindu þingsins.
Kardínálaþing hefst á miðvikudag 7. maí í Sixtínsku kapellunni. Verið er að koma fyrir strompinum sem gefur til kynna framvindu þingsins.
Frans páfi lést 21. apríl og fór útför hans fram á laugardag. Hundruð þúsunda syrgjenda komu saman á Péturstorgi og við götur Rómar til að votta virðingu sína og kveðja fyrsta leiðtoga kaþólsku kirkjunnar af rómönskum uppruna.
16 dögum eftir andlát Frans mun svo þing kardínála kaþólsku kirkjunnar hefjast.
133 kardínálar eru undir 80 ára aldri og því gjaldgengir til að kjósa í leynilegri kosningu. Þó að þeir sem eru yfir 80 ára geti ekki kosið geta þeir tekið þátt í umræðum og reynt að hafa áhrif á val á nýjum páfa.
Kosningin getur tekið nokkra daga. Á fyrri öldum stóð kosning jafnvel yfir í vikur eða mánuði, og létust sumir kardínálar á meðan páfavali stóð.
Framvinda kosninganna er gefin til kynna með reyk frá strompi kapellunnar, sem kemur upp tvisvar á dag þegar kjörseðlar kardínálanna eru brenndir. Svartur reykur þýðir að engin niðurstaða hefur náðst, en hvítur reykur merkir að nýr páfi hafi verið valinn. Til að nýr páfi verði kjörinn þarf hann að fá tvo þriðju atkvæða.
Eftir að hvíti reykurinn stígur upp birtist nýi páfinn venjulega innan klukkustundar á svölunum sem snúa að Péturstorginu.
Að lokinni kosningu mun nýi páfinn birtast yfir Péturstorgi, og val hans verður tilkynnt af elsta kardínálanum með orðunum „Habemus Papam“, sem þýðir „Við höfum páfa“.