Kardínálaþingið hefst 7. maí

Andlát Frans páfa | 2. maí 2025

Kardínálaþingið hefst 7. maí

Kardínálaþing hefst á miðvikudag 7. maí í Sixtínsku kap­ell­unni. Verið er að koma fyrir strompinum sem gefur til kynna framvindu þingsins. 

Kardínálaþingið hefst 7. maí

Andlát Frans páfa | 2. maí 2025

00:00
00:00

Kardí­nálaþing hefst á miðviku­dag 7. maí í Sixtínsku kap­ell­unni. Verið er að koma fyr­ir stromp­in­um sem gef­ur til kynna fram­vindu þings­ins. 

Kardí­nálaþing hefst á miðviku­dag 7. maí í Sixtínsku kap­ell­unni. Verið er að koma fyr­ir stromp­in­um sem gef­ur til kynna fram­vindu þings­ins. 

Frans páfi lést 21. apríl og fór út­för hans fram á laug­ar­dag. Hundruð þúsunda syrgj­enda komu sam­an á Pét­urs­torgi og við göt­ur Róm­ar til að votta virðingu sína og kveðja fyrsta leiðtoga kaþólsku kirkj­unn­ar af rómönsk­um upp­runa.

16 dög­um eft­ir and­lát Frans mun svo þing kardí­nála kaþólsku kirkj­unn­ar hefjast.

133 kardí­nál­ar eru und­ir 80 ára aldri og því gjald­geng­ir til að kjósa í leyni­legri kosn­ingu. Þó að þeir sem eru yfir 80 ára geti ekki kosið geta þeir tekið þátt í umræðum og reynt að hafa áhrif á val á nýj­um páfa.

Slökkviliðsmaður á þaki Sixtínsku kap­ell­unnar að koma fyrir strompinum.
Slökkviliðsmaður á þaki Sixtínsku kap­ell­unn­ar að koma fyr­ir stromp­in­um. AFP

Kosn­ing­in get­ur tekið nokkra daga. Á fyrri öld­um stóð kosn­ing jafn­vel yfir í vik­ur eða mánuði, og lét­ust sum­ir kardí­nál­ar á meðan páfa­vali stóð.

Fram­vinda kosn­ing­anna er gef­in til kynna með reyk frá strompi kap­ell­unn­ar, sem kem­ur upp tvisvar á dag þegar kjör­seðlar kardí­nál­anna eru brennd­ir. Svart­ur reyk­ur þýðir að eng­in niðurstaða hef­ur náðst, en hvít­ur reyk­ur merk­ir að nýr páfi hafi verið val­inn. Til að nýr páfi verði kjör­inn þarf hann að fá tvo þriðju at­kvæða.

Eft­ir að hvíti reyk­ur­inn stíg­ur upp birt­ist nýi páfinn venju­lega inn­an klukku­stund­ar á svöl­un­um sem snúa að Pét­urs­torg­inu.

Að lok­inni kosn­ingu mun nýi páfinn birt­ast yfir Pét­urs­torgi, og val hans verður til­kynnt af elsta kardí­nál­an­um með orðunum „Habem­us Papam“, sem þýðir „Við höf­um páfa“.

138 kardí­nál­ar kjósa um nýjan páfa.
138 kardí­nál­ar kjósa um nýj­an páfa. AFP/​Fil­ippo Monteforte
mbl.is