Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun í því augnamiði að skerða opinberar greiðslur til bandarísku fjölmiðlanna NPR og PBS þar sem miðlarnir hölluðu réttu máli í fréttaflutningi sínum, en þeir eru þó aðeins að hluta reknir fyrir opinbert fé, treysta að öðru leyti á frjáls framlög.
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun í því augnamiði að skerða opinberar greiðslur til bandarísku fjölmiðlanna NPR og PBS þar sem miðlarnir hölluðu réttu máli í fréttaflutningi sínum, en þeir eru þó aðeins að hluta reknir fyrir opinbert fé, treysta að öðru leyti á frjáls framlög.
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun í því augnamiði að skerða opinberar greiðslur til bandarísku fjölmiðlanna NPR og PBS þar sem miðlarnir hölluðu réttu máli í fréttaflutningi sínum, en þeir eru þó aðeins að hluta reknir fyrir opinbert fé, treysta að öðru leyti á frjáls framlög.
Hið skrykkjótta samband forsetans við ýmsa stærri fjölmiðla landsins bæði kjörtímabil hans er kunnara en frá þurfi að segja og hefur forsetinn meðal annars brugðið beittum skeytum á borð við að kalla miðlana „óvini almennings“.
Þarna má þó finna eina áberandi undantekningu sem er hinn öflugi og íhaldssami miðill Fox News og má hafa það til jarteikna um ánægju forsetans með veldið að ýmsir þáttastjórnendur þaðan hafa nú öðlast sess í stjórn hans.
„National Public Radio (NPR) og Public Broadcasting Service (PBS) þiggja styrki úr ríkissjóði gegnum Corporation for Public Broadcasting (CPB) [stofnun um rekstur almenningsútvarps],“ segir í tilskipun Trumps.
„Í því ljósi skipa ég stjórn CPB auk allra stjórnsýsludeilda og stofnana að taka fyrir ríkisstyrki til NPR og PBS,“ segir þar enn fremur.
Rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjamanna fylgjast með NPR í viku hverri auk þess sem 36 milljónir horfa á útsendingar staðbundinna sjónvarpsstöðva á vegum PBS hvern mánuð sem líður, sé að marka kannanir á notkun miðlanna.
Í áætlun Katherine Maher forstöðumanns NPR er hún lagði fram í mars kom fram að útvarpsstöðin ætti von á um 120 milljónum dala frá CPB það sem eftir lifði ársins 2025, sú upphæð næmi hins vegar aðeins um fimm prósentum fjárlaga NPR.
Í dag sendi fjölmiðlaréttindahópurinn RSF svo frá sér viðvörun er beinist að „alvarlegri hnignun fjölmiðlafrelsis“ í Bandaríkjum Donalds Trumps annars vegar og hins vegar „hliðstæðulausum“ erfiðleikum sjálfstæðra blaðamanna um gervalla heimsbyggðina.