Trump saumar að almannaútvarpi

Trump saumar að almannaútvarpi

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun í því augnamiði að skerða opinberar greiðslur til bandarísku fjölmiðlanna NPR og PBS þar sem miðlarnir hölluðu réttu máli í fréttaflutningi sínum, en þeir eru þó aðeins að hluta reknir fyrir opinbert fé, treysta að öðru leyti á frjáls framlög.

Trump saumar að almannaútvarpi

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 2. maí 2025

Mótmælendur á götu í Bandaríkjunum eggja þingið til að verja …
Mótmælendur á götu í Bandaríkjunum eggja þingið til að verja almannaútvarpsstöðvarnar með öllum ráðum. Trump vill nú svipta þær ríkisfé, en það er hins vegar bara dropi í haf fjárlaga útvarpsstofnananna. AFP/Saul Loeb

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­ritaði í gær for­seta­til­skip­un í því augnamiði að skerða op­in­ber­ar greiðslur til banda­rísku fjöl­miðlanna NPR og PBS þar sem miðlarn­ir hölluðu réttu máli í frétta­flutn­ingi sín­um, en þeir eru þó aðeins að hluta rekn­ir fyr­ir op­in­bert fé, treysta að öðru leyti á frjáls fram­lög.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­ritaði í gær for­seta­til­skip­un í því augnamiði að skerða op­in­ber­ar greiðslur til banda­rísku fjöl­miðlanna NPR og PBS þar sem miðlarn­ir hölluðu réttu máli í frétta­flutn­ingi sín­um, en þeir eru þó aðeins að hluta rekn­ir fyr­ir op­in­bert fé, treysta að öðru leyti á frjáls fram­lög.

Hið skrykkj­ótta sam­band for­set­ans við ýmsa stærri fjöl­miðla lands­ins bæði kjör­tíma­bil hans er kunn­ara en frá þurfi að segja og hef­ur for­set­inn meðal ann­ars brugðið beitt­um skeyt­um á borð við að kalla miðlana „óvini al­menn­ings“.

Þarna má þó finna eina áber­andi und­an­tekn­ingu sem er hinn öfl­ugi og íhalds­sami miðill Fox News og má hafa það til jarteikna um ánægju for­set­ans með veldið að ýms­ir þátta­stjórn­end­ur þaðan hafa nú öðlast sess í stjórn hans.

Skipað að taka fyr­ir rík­is­styrki

„Nati­onal Pu­blic Radio (NPR) og Pu­blic Broa­dcasting Service (PBS) þiggja styrki úr rík­is­sjóði gegn­um Corporati­on for Pu­blic Broa­dcasting (CPB) [stofn­un um rekst­ur al­menn­ingsút­varps],“ seg­ir í til­skip­un Trumps.

„Í því ljósi skipa ég stjórn CPB auk allra stjórn­sýslu­deilda og stofn­ana að taka fyr­ir rík­is­styrki til NPR og PBS,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Rúm­lega fjöru­tíu millj­ón­ir Banda­ríkja­manna fylgj­ast með NPR í viku hverri auk þess sem 36 millj­ón­ir horfa á út­send­ing­ar staðbund­inna sjón­varps­stöðva á veg­um PBS hvern mánuð sem líður, sé að marka kann­an­ir á notk­un miðlanna.

Áætl­un for­stöðumanns sýn­ir hlut­föll­in

Í áætl­un Kat­her­ine Maher for­stöðumanns NPR er hún lagði fram í mars kom fram að út­varps­stöðin ætti von á um 120 millj­ón­um dala frá CPB það sem eft­ir lifði árs­ins 2025, sú upp­hæð næmi hins veg­ar aðeins um fimm pró­sent­um fjár­laga NPR.

Í dag sendi fjöl­miðlarétt­inda­hóp­ur­inn RSF svo frá sér viðvör­un er bein­ist að „al­var­legri hnign­un fjöl­miðlafrels­is“ í Banda­ríkj­um Don­alds Trumps ann­ars veg­ar og hins veg­ar „hliðstæðulaus­um“ erfiðleik­um sjálf­stæðra blaðamanna um gerv­alla heims­byggðina.

mbl.is