Yfir sig ástfangin eftir 37 ára hjónaband

Poppkúltúr | 2. maí 2025

Yfir sig ástfangin eftir 37 ára hjónaband

Leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson fögnuðu 37 ára brúðkaupsafmæli sínu í fyrradag, miðvikudaginn 30. apríl.

Yfir sig ástfangin eftir 37 ára hjónaband

Poppkúltúr | 2. maí 2025

Eitt af flottustu pörum í Hollywood.
Eitt af flottustu pörum í Hollywood. Samsett mynd

Leik­ara­hjón­in Tom Hanks og Rita Wil­son fögnuðu 37 ára brúðkaup­saf­mæli sínu í fyrra­dag, miðviku­dag­inn 30. apríl.

Leik­ara­hjón­in Tom Hanks og Rita Wil­son fögnuðu 37 ára brúðkaup­saf­mæli sínu í fyrra­dag, miðviku­dag­inn 30. apríl.

Hanks og Wil­son deildu fal­leg­um færsl­um á In­sta­gram-síðum sín­um í til­efni dags­ins þar sem þau óskuðu hvort öðru til ham­ingju með áfang­ann.

Bæði deildu hjón­in mynd­um sem sýn­ir þau njóta lífs­ins úti í nátt­úr­unni.

Kynnt­ust á töku­setti Bosom Buddies

Hanks og Wil­son, bæði 68 ára, kynnt­ust þegar Wil­son fór með gesta­hlut­verk í gam­anþætt­in­um Bosom Buddies árið 1981. Hanks fór með annað aðal­hlut­verk­anna ásamt Peter Scol­ari.

Leiðir þeirra lágu þó ekki sam­an fyrr en um 1986, tæpu ári eft­ir að þau end­ur­nýjuðu kynn­in á töku­setti kvik­mynd­ar­inn­ar Volun­teers.

Hanks og Wil­son gengu í hjóna­band tæp­um tveim­ur árum síðar, þann 30. apríl 1988, og eiga tvo syni, þá Chester og Trum­an.

Hanks á einnig tvö börn úr fyrra hjóna­bandi.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Tom Hanks (@tom­hanks)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Rita Wil­son (@ritawil­son)




mbl.is