Úkraínumenn greindu frá því að 47 einstaklingar særðust í drónaárás Rússa á borgina Karkív seint í gærkvöldi. Þá greindu Rússar frá „stórri árás“ Úkraínumanna í Krasnodar-héraði.
Úkraínumenn greindu frá því að 47 einstaklingar særðust í drónaárás Rússa á borgina Karkív seint í gærkvöldi. Þá greindu Rússar frá „stórri árás“ Úkraínumanna í Krasnodar-héraði.
Úkraínumenn greindu frá því að 47 einstaklingar særðust í drónaárás Rússa á borgina Karkív seint í gærkvöldi. Þá greindu Rússar frá „stórri árás“ Úkraínumanna í Krasnodar-héraði.
„Fjandsamlegar árásir á Karkív ollu því að 47 óbreyttir borgarar særðust,“ sagði í færslu lögreglunnar í Karkív á Telegram.
Oleg Sínegubov ríkisstjóri hafði áður greint frá því að um 50 hefðu særst, þar á meðal ellefu ára stúlka.
Karkív er nærri landamærum Úkraínu að Rússlandi og hefur orðið fyrir linnulausum árásum síðan innrás Rússa hófst.
Árásin var gerð stuttu eftir árás Rússa í borginni Sapórisíja í Suður-Úkraínu þar sem fleiri en 20 særðust.
Veníamín Kondratíev, ríkisstjóri Krasnodar í Rússlandi, greindi frá umfangsmikilli úkraínskri árás í héraðinu sem liggur við Svartahaf.
Í borginni Novorossísk höfðu skemmdir orðið á þremur íbúðarblokkum. Fjórir særðust, tveir fullorðnir og tvö börn.
Í næstu viku á að hefjast þriggja daga vopnahlé er Rússar minnast stríðsloka seinni heimstyrjaldarinnar.