Fjölmenningarfræðingar vandinn frekar en lausnin

Dagmál | 3. maí 2025

Fjölmenningarfræðingar vandinn frekar en lausnin

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks­ins seg­ir eng­ar lík­ur á því að sér­fræðing­ar í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um geti leyst stöðuna sem upp er kom­in á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Fjölmenningarfræðingar vandinn frekar en lausnin

Dagmál | 3. maí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks­ins seg­ir eng­ar lík­ur á því að sér­fræðing­ar í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um geti leyst stöðuna sem upp er kom­in á Kefla­vík­ur­flug­velli.

    Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks­ins seg­ir eng­ar lík­ur á því að sér­fræðing­ar í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um geti leyst stöðuna sem upp er kom­in á Kefla­vík­ur­flug­velli.

    Hóp­ur er­lendra leigu­bíl­stjóra tók yfir kaf­fiskúr leigu­bíl­stjóra í eigu Isa­via og hef­ur hann verið notaður und­ir trú­ariðkun múslima. For­svars­menn Isa­via sögðu í sam­tali við Morg­un­blaðið að þeir myndu ráðfæra sig við sér­fræðinga í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um vegna máls­ins.

    „Mig grun­ar að það sé hluti af rót vand­ans frek­ar en lík­leg lausn á þeirri stöðu sem uppi er,“ seg­ir Bergþór sem er gest­ur í nýj­asta þætti Dag­mála ásamt Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar sem farið er yfir út­lend­inga­mál­in í víðum skiln­ingi.

    Eng­inn ánægður með breyt­ing­arn­ar á lög­un­um

    Varðandi málið á Kefla­vík­ur­flug­velli seg­ir Bergþór að þetta sé „part­ur af stærri mynd sem hef­ur verið að teikn­ast upp frá 2022 þegar lög­um um leigu­bíla­akst­ur var breytt“.

    Hann seg­ir eng­an vera ánægðan með þær breyt­ing­ar, hvorki þeir sem vilja meira frelsi á markaðnum né þeir sem vilja fara aft­ur í fyrra horf.

    Vilja leiðsögn sér­fræðinga

    Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í síðustu viku að Isa­via myndi bregðast við kaf­fiskúrs­mál­inu, meðal ann­ars með því að ræða við sér­fræðinga í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um.

    „Við erum að skoða það að ræða við aðila sem eru sér­fróðir í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um til að fá leiðsögn um hvað rétt er. Vegna þess að við vilj­um auðvitað að öll­um líði vel sem eru að stunda at­vinnu­starf­semi á svæðinu okk­ar, óháð trú eða upp­runa,“ sagði Guðmund­ur.

    Spurður hvort að þetta muni leysa ástandið seg­ir Bergþór:

    „Ég tel eng­ar lík­ur á því.“

    Sam­sett mynd/​mbl.is/Á​rni/​Eyþór

    „Hálf­gert stríðsástand“

    Bergþór seg­ir frétt­ir af kaf­fiskúrn­um, sem hann lýs­ir sem „sjálf­töku bæn­húsi“, vera ótrú­leg­ar þó þær komi ekki endi­lega á óvart miðað við þróun leigu­bíla­mála á Kefla­vík­ur­flug­velli.

    „Það geng­ur ekki það ástand sem hef­ur verið viðvar­andi þarna. Maður hef­ur fylgst með því úr fjarska þar sem menn hafa veigrað sér við því að taka á mál­um á leigu­bíla­svæðinu, sem því miður verður ekki lýst með nein­um öðrum hætti en þarna hafi verið hálf­gert stríðsástand um nokkra hríð. Það er bæði slæmt fyr­ir ásýnd Íslands, slæmt fyr­ir leigu­bíl­stjór­ana sem sinntu þess­ari þjón­ustu áður, leigu­bíl­stjór­ana sem eru með allt sitt á hreinu sem eru af er­lendu bergi brotn­ir sem eru þarna sömu­leiðis. Þeir fá á sig slæma ímynd og um­tal vegna þessa,“ seg­ir Bergþór.

    Hann seg­ir að á svæðinu séu svart­ir sauðir sem Isa­via hafi ekki þorað að taka á.

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Bergþór og Diljá í heild sinni.

    Leigubílstjóraskúrinn við Leifsstöð.
    Leigu­bíl­stjóra­skúr­inn við Leifs­stöð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
    mbl.is