Þróun bendir til að raforkuverð hækki 2026

Orkuskipti | 3. maí 2025

Þróun bendir til að raforkuverð hækki 2026

Smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækkar líklega um áramót. Þetta má lesa í þróun á heildsölumarkaði með grunnorku en meðalverð grunnorkusamninga fyrir næsta ár hefur hækkað um 9% frá fyrra ári.

Þróun bendir til að raforkuverð hækki 2026

Orkuskipti | 3. maí 2025

Smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækkar líklega um …
Smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækkar líklega um áramót. mbl.is/sisi

Smá­sölu­verð á raf­orku til al­menn­ings og fyr­ir­tækja hækk­ar lík­lega um ára­mót. Þetta má lesa í þróun á heild­sölu­markaði með grunn­orku en meðal­verð grunn­orku­samn­inga fyr­ir næsta ár hef­ur hækkað um 9% frá fyrra ári.

Smá­sölu­verð á raf­orku til al­menn­ings og fyr­ir­tækja hækk­ar lík­lega um ára­mót. Þetta má lesa í þróun á heild­sölu­markaði með grunn­orku en meðal­verð grunn­orku­samn­inga fyr­ir næsta ár hef­ur hækkað um 9% frá fyrra ári.

Stend­ur það nú í tæp­lega 8,3 kr./​kWst. Enn eru tæp­ir átta mánuðir til ára­móta og get­ur því margt gerst á því tíma­bili sem hef­ur áhrif á verðmynd­un. Til að mynda hef­ur vatns­staða í miðlun­ar­lón­um Lands­virkj­un­ar áhrif og svo­kölluð aflþjón­usta Lands­virkj­un­ar. Þá eru eldri ódýr­ari raf­orku­samn­ing­ar að renna út, sem áður höfðu haldið heild­ar­kostnaði smá­sala niðri.

„Með opn­un raf­orku­markaða á síðasta ári hef­ur gegn­sæi viðskipta stór­auk­ist, bæði hvað varðar raf­orku­verð og fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­magn af raf­orku. Þetta aukna gegn­sæi mun án efa setja umræðuna um raf­orku á hærra plan á Íslandi,“ seg­ir Hjálm­ar Helgi Rögn­valds­son, for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar orkumiðlun­ar hjá ON. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna á bls. 24 í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is