Varasamt skattfrelsi

Umræða | 3. maí 2025

Varasamt skattfrelsi

Umræða um skattamál atvinnulífs og einstaklinga snýst eðlilega oft um skattþrepið sem greitt er. Hins vegar skipta hin ýmsu álitamál er varða ákvörðun og útreikning á skattstofnum ekki síður máli en þau eru hins vegar oft flóknara umræðuefni sem erfiðara er að fjalla um í almennri umræðu.

Varasamt skattfrelsi

Umræða | 3. maí 2025

Páll Jóhannesson lögmaður hjá BBA/Fjeldco.
Páll Jóhannesson lögmaður hjá BBA/Fjeldco. Ljósmynd/Aðsend

Umræða um skatta­mál at­vinnu­lífs og ein­stak­linga snýst eðli­lega oft um skattþrepið sem greitt er. Hins veg­ar skipta hin ýmsu álita­mál er varða ákvörðun og út­reikn­ing á skatt­stofn­um ekki síður máli en þau eru hins veg­ar oft flókn­ara umræðuefni sem erfiðara er að fjalla um í al­mennri umræðu.

Umræða um skatta­mál at­vinnu­lífs og ein­stak­linga snýst eðli­lega oft um skattþrepið sem greitt er. Hins veg­ar skipta hin ýmsu álita­mál er varða ákvörðun og út­reikn­ing á skatt­stofn­um ekki síður máli en þau eru hins veg­ar oft flókn­ara umræðuefni sem erfiðara er að fjalla um í al­mennri umræðu.

Ísland kem­ur t.a.m. ekki sér­stak­lega vel út þegar kem­ur að rétti ein­stak­linga til frá­drátt­ar á móti tekj­um sín­um en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um er frá­drátt­ar­rétt­ur mun víðtæk­ari. Sam­an­b­urður á skattþrep­um er því mjög vill­andi þegar kem­ur að skatt­byrði. Hér á landi stend­ur nú til að draga úr áhrif­um sam­skött­un­ar hjóna og sam­búðarfólks en í því get­ur fal­ist nokk­ur skatta­hækk­un án þess að hreyft sé við skattþrep­inu.

Þegar kem­ur að at­vinnu­lífi og fjár­fest­ing­um eru til­raun­ir til umræðu oft enn frek­ar krefj­andi þar sem um­fjöll­un­ar­efnið verður tækni­legra. Þar verða skattyf­ir­völd oft mjög yf­ir­gnæf­andi þar sem þeim er treyst fyr­ir að búa yfir sann­leik­an­um að baki þeim áhrif­um sem hvers kyns breyt­ing­ar kunna að hafa.

Skattyf­ir­völd virðast hins veg­ar því miður sjá mis­notk­un og sniðgöngu mjög víða og hef­ur slíkt viðhorf magn­ast með hverju ár­inu. Þá sýna dæm­in einnig að skattyf­ir­völd hafa beina skoðun á því hversu mik­il skatt­lagn­ing á að vera þrátt fyr­ir að til þeirra verka kjós­um við ein­stak­linga á þing.

Ný­legt dæmi (og nefna mætti mun fleiri) þess er frum­varp sem lagt var fram af fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í mars 2024 sem hafði að mark­miði að efla er­lend­ar fjár­fest­ing­ar hér á landi. Í frum­varp­inu kom fram að ef ekk­ert yrði gert væri „sá mögu­leiki fyr­ir hendi að Ísland drag­ist aft­ur úr öðrum ríkj­um þegar kem­ur að er­lendri fjár­fest­ingu og ný­sköp­un“.

Meðal þess sem lagt var til var að af­nema skatt­skyldu sölu­hagnaðar er­lendra aðila af ís­lensk­um hluta­bréf­um og hlut­deild­ar­skír­tein­um. Þá var einnig lagt til að nýt­ing yf­ir­fær­an­legs taps í rekstri tak­markaðist ekki við 10 ár líkt og gert er ráð fyr­ir í nú­gild­andi tekju­skatts­lög­um. Skatt­ur­inn lagðist gegn fram­an­greind­um breyt­ing­um. Í stuttu og ein­földuðu máli taldi embættið að hið „aukna skatt­frelsi“ er­lendra aðila hér á landi vegna sölu­hagnaðar hluta­bréfa myndi valda ójafn­ræði og hættu á skattasniðgöngu.

Að því er varðar rýmri nýt­ingu á skatta­legu tapi taldi embættið að það myndi hafa í för með sér „tölu­verða lækk­un tekju­skatts“ og myndi „útheima aukna vinnu“ hjá embætt­inu. Frum­varpið dagaði því uppi og varð ekki að lög­um.

Eng­in rök eru fyr­ir hættu á skattasniðgöngu en ís­lensk fé­lög greiða ekki einu sinni skatt af sölu­hagnaði hluta­bréfa. Þá verður auk­in vinna í tengsl­um við rýmri nýt­ingu á tapi varla tal­in til rök­semda gegn þeirri viðleitni að minnka byrðar í starf­semi sem þarf lengri tíma til að byggja upp.

Nefna mætti nokkuð mörg dæmi þess að embætti Skatts­ins hafi ekki kveinkað sér und­an auknu vinnu­álagi vegna til­lagna um nýja skatta eða aukna byrði fyr­ir skatt­greiðend­ur. Þung­inn í um­sögn embætt­is­ins í þessu til­viki (sem ein­göngu er nefnt í dæma­skyni) varð eft­ir sem áður til þess að breyt­ing­in, sem koma átti í veg fyr­ir að Ísland dræg­ist aft­ur úr öðrum ríkj­um, náði ekki fram að ganga.

Við höf­um dreg­ist aft­ur úr að mjög mörgu leyti. Má þar m.a. nefna að ólíkt ná­granna­lönd­um okk­ar eru leiðir ís­lenskra fyr­ir­tækja til end­ur­skipu­lagn­ing­ar mjög tak­markaðar án þess að þeim fylgi mjög íþyngj­andi skatta­leg­ar af­leiðing­ar án þess að hagnaður sé í reynd inn­leyst­ur.

Þessi fer­ill við að reyna að koma úr­bót­um í gegn, og þá helst fyr­ir at­vinnu­lífið, er mjög hamlandi. Í ein­földuðu máli mætti halda því fram að lítið mál sé að koma flókn­um og íþyngj­andi regl­um í gegn – það ger­ist í ein­hverj­um til­vik­um jafn­vel á sól­ar­hring – en afar erfitt er að ná fram því að létta byrðar. Þá fara all­ar viðvör­un­ar­bjöll­ur í gang.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

mbl.is