Viðhorf Trumps breyst eftir fundinn

Úkraína | 3. maí 2025

Viðhorf Trumps breyst eftir fundinn í Péturskirkjunni

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði viðhorf Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa breyst eftir fund þeirra í Vatikanínu fyrir viku.

Viðhorf Trumps breyst eftir fundinn í Péturskirkjunni

Úkraína | 3. maí 2025

Trump og Selenskí funduðu í Péturskirkjunni áður en útför Frans …
Trump og Selenskí funduðu í Péturskirkjunni áður en útför Frans páfa hófst fyrir viku síðan. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagði viðhorf Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hafa breyst eft­ir fund þeirra í Vatik­an­ínu fyr­ir viku.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagði viðhorf Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hafa breyst eft­ir fund þeirra í Vatik­an­ínu fyr­ir viku.

Trump og Selenskí funduðu í Pét­urs­kirkj­unni áður en út­för Frans páfa hófst. Um var að ræða fyrsta fund leiðtog­anna síðan þeir áttu hita­fund í Hvíta hús­inu í lok fe­brú­ar. 

„Ég er sann­færður um að eft­ir fund okk­ar í Vatíkan­inu hafi Trump for­seti byrjað að líta á hlut­ina öðru­vísi. Við sjá­um til. Það er hans framtíðar­sýn, hans val í öll­um til­vik­um,“ sagði Selenskí við lít­inn hóp blaðamanna. 

Frá hitafundi leiðtoganna í Hvíta húsinu í febrúar.
Frá hita­fundi leiðtog­anna í Hvíta hús­inu í fe­brú­ar. AFP

Á miðviku­dag var greint frá því að Banda­rík­in og Úkraína hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um nýt­ingu auðlinda Úkraínu til end­ur­reisn­ar lands­ins. 

Selenskí sagði að sam­komu­lagið gæfi báðum þjóðum jafn­an ávinn­ing, þrátt fyr­ir að ekki væri kveðið á um nein­ar sér­stak­ar trygg­ing­ar á ör­yggi Úkraínu í sam­komu­lag­inu.

Gef­ur lítið fyr­ir vopna­hléið

Í sama viðtali sagðist Selenskí gefa lítið fyr­ir þriggja daga vopna­hlé sem Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur til­kynnt í næstu viku á meðan Rúss­ar minn­ast stríðsloka seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar. 

Hann sagði þó að Úkraínu­menn væru til­bún­ir að samþykkja al­gjört vopna­hlé. 

Úkraína mun ekki „leika leiki til þess að út­búa ánægju­legt and­rúms­loft til þess að gera Pútín kleift að losna úr ein­angr­un 9. maí“ er bú­ist er við nokkr­um alþjóðleg­um leiðtog­um í Moskvu. 

„Okk­ar afstaða er ein­föld varðandi ríki sem hafa eða ætla að ferðast til Rúss­lands 9. maí, við get­um ekki tekið ábyrgð á því sem ger­ist á landsvæði Rússa. Þeir eiga að tryggja ör­yggi ykk­ar.“

9. maí ár hvert er hald­in um­fangs­mik­il skrúðganga í Moskvu þar sem minnst er sig­urs Rúss­lands á Þýskalandi nas­ism­ans í heims­styrj­öld­inni síðari. Hátíðar­höld­in þann dag eru einn mik­il­væg­asti al­menni frí­dag­ur Rússa.

mbl.is