Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði viðhorf Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa breyst eftir fund þeirra í Vatikanínu fyrir viku.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði viðhorf Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa breyst eftir fund þeirra í Vatikanínu fyrir viku.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði viðhorf Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa breyst eftir fund þeirra í Vatikanínu fyrir viku.
Trump og Selenskí funduðu í Péturskirkjunni áður en útför Frans páfa hófst. Um var að ræða fyrsta fund leiðtoganna síðan þeir áttu hitafund í Hvíta húsinu í lok febrúar.
„Ég er sannfærður um að eftir fund okkar í Vatíkaninu hafi Trump forseti byrjað að líta á hlutina öðruvísi. Við sjáum til. Það er hans framtíðarsýn, hans val í öllum tilvikum,“ sagði Selenskí við lítinn hóp blaðamanna.
Á miðvikudag var greint frá því að Bandaríkin og Úkraína hefðu komist að samkomulagi um nýtingu auðlinda Úkraínu til endurreisnar landsins.
Selenskí sagði að samkomulagið gæfi báðum þjóðum jafnan ávinning, þrátt fyrir að ekki væri kveðið á um neinar sérstakar tryggingar á öryggi Úkraínu í samkomulaginu.
Í sama viðtali sagðist Selenskí gefa lítið fyrir þriggja daga vopnahlé sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur tilkynnt í næstu viku á meðan Rússar minnast stríðsloka seinni heimstyrjaldarinnar.
Hann sagði þó að Úkraínumenn væru tilbúnir að samþykkja algjört vopnahlé.
Úkraína mun ekki „leika leiki til þess að útbúa ánægjulegt andrúmsloft til þess að gera Pútín kleift að losna úr einangrun 9. maí“ er búist er við nokkrum alþjóðlegum leiðtogum í Moskvu.
„Okkar afstaða er einföld varðandi ríki sem hafa eða ætla að ferðast til Rússlands 9. maí, við getum ekki tekið ábyrgð á því sem gerist á landsvæði Rússa. Þeir eiga að tryggja öryggi ykkar.“
9. maí ár hvert er haldin umfangsmikil skrúðganga í Moskvu þar sem minnst er sigurs Rússlands á Þýskalandi nasismans í heimsstyrjöldinni síðari. Hátíðarhöldin þann dag eru einn mikilvægasti almenni frídagur Rússa.