Byrja að reykja gras áður en þau bragða áfengi

Dagmál | 4. maí 2025

Byrja að reykja gras áður en þau bragða áfengi

Vímuefnaneysla barna og ungmenna hér á landi er algengari en margan grunar að sögn Rúnu Ágústsdóttur, áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá Foreldrahúsi.

Byrja að reykja gras áður en þau bragða áfengi

Dagmál | 4. maí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Vímu­efna­neysla barna og ung­menna hér á landi er al­geng­ari en marg­an grun­ar að sögn Rúnu Ágústs­dótt­ur, áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafa hjá For­eldra­húsi.

    Vímu­efna­neysla barna og ung­menna hér á landi er al­geng­ari en marg­an grun­ar að sögn Rúnu Ágústs­dótt­ur, áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafa hjá For­eldra­húsi.

    Rúna á yfir fjög­urra ára­tuga­langa reynslu að baki sem áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafi og sér­hæf­ir sig í vinnu með börn­um sem ekki hafa náð sjálfræðis­aldri ásamt fjöl­skyld­um þeirra. 

    „Þau eru mest að reykja gras. Það er al­veg núm­er eitt, tvö og þrjú,“ svar­ar Rúna þegar hún er spurð út í þau vímu­efni sem ung­menni núna sækja mest í. 

    „Þau eru mjög mörg sem líta ekki á gras sem fíkni­efni.“

    Gras er ekki „bara“ gras

    Alls tel­ur hún að tæp­lega þúsund ung­menni og fjöl­skyld­ur þeirra leiti til For­eldra­húss ár hvert ým­ist vegna fikts eða fíkn­ar. Neysla á kanna­bis­efn­um seg­ir hún vera þá al­geng­ustu á meðal ung­menna núna en áfeng­isneysla kem­ur þar á eft­ir. 

    „Ég vil benda á að þó þú reyk­ir „bara“ gras þá get­urðu orðið rosa­lega veik­ur og langt geng­inn fík­ill á því. Þetta er nefni­lega oft svo mik­ill mis­skiln­ing­ur,“ seg­ir Rúna.

    „Ég hef unnið á alls kon­ar stöðum, inni á af­vötn­un­ar­stöðvum og alla­veg­ana, og ég hef séð hversu veikt fólk kem­ur inn af mikl­um kanna­bis­reyk­ing­um.“

    Sam­kvæmt Rúnu eiga for­eldr­ar það til að líta kanna­bisneyslu barna sinna létt­væg­ari aug­um en neyslu á örv­andi efn­um á borð við am­feta­mín. Slík viðhorf for­dæm­ir hún og seg­ir fulla ástæðu til að taka fikt á kanna­bis­reyk­ing­um föst­um tök­um strax og það upp­götv­ast. 

    „For­eldr­ar átta sig ekki á því hvað grasið er hættu­legt ung­ling­um. Rann­sókn­ir sýna að því yngri sem ung­ling­ur­inn er þegar hann byrj­ar að reykja gras því meiri lík­ur eru á því að hann eða hún ánetj­ist því,“ bend­ir Rúna á en seg­ir góðu frétt­irn­ar vera þær að flest­ir ung­ling­ar sem eru staðnir að fikti leiðist síður út í harðari neyslu eða verði háðir kanna­bis­efn­um.

    „Þeir sem að ég hitti og kannski flest­ir ung­ling­ar sem eru að fikta verða ekki veik­ir af fíkni­sjúk­dómi. Það eru líka góðar frétt­ir að þeir sem fara að nota kanna­bis reglu­lega í ein­hvern tíma að stór hluti af þeim hætt­ir líka. Annaðhvort með inn­gripi eða ein­hvers kon­ar úrræðum.“

    Kannabisreykingar eru algengar á meðal ungmenna víðs vegar um heim.
    Kanna­bis­reyk­ing­ar eru al­geng­ar á meðal ung­menna víðs veg­ar um heim. Ljós­mynd/​AFP/​MART­IN BER­NETTI

    Glötuðu árin

    Rúna seg­ir eðli­legt að fikt og for­vitni geri vart við sig á ein­hverj­um tíma­punkti í lífi ung­menna en nauðsyn­legt sé að for­eldr­ar og for­ráðamenn séu meðvitaðir og vak­andi fyr­ir hætt­un­um sem af slíku get­ur stafað og valdið óaft­ur­kræf­um skaða.

    „En það sem að get­ur gerst á þess­um tíma og á þess­um ald­ursár­um: 14, 15, 16, 17 og kannski 18, þetta eru kannski fimm ár hjá þess­um krökk­um og þá kannski hætta þau en við köll­um þetta glötuðu árin því það sem hef­ur gerst á meðan er það að þau halda ekki áfram í fram­halds­skóla, þú kannski byrj­ar en get­ur það ekki, þú týn­ir þér. Það geta alls kon­ar óþægi­leg­ir hlut­ir gerst sem eru mjög erfiðir. Þú get­ur hætt neysl­unni með mik­illi aðstoð en þá áttu svo margt eft­ir. Þú hef­ur ekki verið sam­ferða jafn­öldr­um þínum og hef­ur staðnað og þau vita það al­veg sjálf, þau finna fyr­ir því.“

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Rúnu í heild sinni. 

    mbl.is