Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf það skýrt til kynna að hann myndi láta af embætti að fjórum árum liðnum og því gegna tveimur kjörtímabilum líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf það skýrt til kynna að hann myndi láta af embætti að fjórum árum liðnum og því gegna tveimur kjörtímabilum líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf það skýrt til kynna að hann myndi láta af embætti að fjórum árum liðnum og því gegna tveimur kjörtímabilum líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Þetta sagði Trump í viðtali á NBC, en hann hefur áður sagst vilja gegna embættinu lengur.
Trump sagði aðra rísandi stjórnmálamenn innan Repúblikanaflokksins færa um að fylgja stefnum hans, svo sem J.D. Vance varaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra.
„Ég verð átta ára forseti. Ég verð forseti í tvö kjörtímabil. Ég hef alltaf haldið að það sé mjög mikilvægt,“ sagði Trump.
Í mars sagðist Trump ekki vera að grínast með þriðja kjörtímabilið. Í viðtalinu sem birtist í dag sagði hann stuðningsmenn hans hvetja hann til þess. Trump sagðist þó vita af raunveruleikanum sem kæmi í veg fyrir það.
„Það er eitthvað, sem samkvæmt minni bestu vitund, maður má ekki gera. Ég veit ekki hvort það sé stjórnarskrárbundið að þeir leyfi manni ekki að gera það eða eitthvað annað.“
Trump sagðist ekki hafa átt sérstaka fundi um hvernig hann gæti setið í þrjú kjörtímabil, en að hann hefði heyrt af „mismunandi hugmyndum“ sem mögulegum valkosti.
Fyrirtæki Trumps, sem synir hans tveir leiða, byrjaði að selja derhúfur með áletrunni Trump 2028 í apríl.
„Það eru margir að selja 2028-húfuna,“ sagði Trump.
„En þetta er ekki eitthvað sem ég sækist eftir. Ég hlakka til að eiga fjögur frábær ár og afhenda síðan, helst frábærum Repúblikana, frábærum Repúblikana til að halda áfram.“
Spurður hvort að Vance væri efstur á þeim lista svaraði Trump að svo gæti vel verið.
„Ég vil ekki blanda mér í það. Mér finnst hann frábær snillingur. Marco [Rubio] er frábær. Það eru margir frábærir,“ sagði Trump og bætti við að slík umræða væri alltof snemma á ferð.