„Ég verð átta ára forseti“

„Ég verð átta ára forseti“

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf það skýrt til kynna að hann myndi láta af embætti að fjórum árum liðnum og því gegna tveimur kjörtímabilum líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá Bandaríkjanna. 

„Ég verð átta ára forseti“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 4. maí 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gaf það skýrt til kynna að hann myndi láta af embætti að fjór­um árum liðnum og því gegna tveim­ur kjör­tíma­bil­um líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gaf það skýrt til kynna að hann myndi láta af embætti að fjór­um árum liðnum og því gegna tveim­ur kjör­tíma­bil­um líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. 

Þetta sagði Trump í viðtali á NBC, en hann hef­ur áður sagst vilja gegna embætt­inu leng­ur. 

Trump sagði aðra rís­andi stjórn­mála­menn inn­an Re­públi­kana­flokks­ins færa um að fylgja stefn­um hans, svo sem J.D. Vance vara­for­seta og Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra. 

„Ég verð átta ára for­seti. Ég verð for­seti í tvö kjör­tíma­bil. Ég hef alltaf haldið að það sé mjög mik­il­vægt,“ sagði Trump. 

Eitt­hvað sem maður má ekki gera

Í mars sagðist Trump ekki vera að grín­ast með þriðja kjör­tíma­bilið. Í viðtal­inu sem birt­ist í dag sagði hann stuðnings­menn hans hvetja hann til þess. Trump sagðist þó vita af raun­veru­leik­an­um sem kæmi í veg fyr­ir það. 

„Það er eitt­hvað, sem sam­kvæmt minni bestu vit­und, maður má ekki gera. Ég veit ekki hvort það sé stjórn­ar­skrár­bundið að þeir leyfi manni ekki að gera það eða eitt­hvað annað.“

Trump sagðist ekki hafa átt sér­staka fundi um hvernig hann gæti setið í þrjú kjör­tíma­bil, en að hann hefði heyrt af „mis­mun­andi hug­mynd­um“ sem mögu­leg­um val­kosti.

Ætlar að eiga fjög­ur frá­bær ár

Fyr­ir­tæki Trumps, sem syn­ir hans tveir leiða, byrjaði að selja der­húf­ur með áletr­unni Trump 2028 í apríl. 

„Það eru marg­ir að selja 2028-húf­una,“ sagði Trump. 

„En þetta er ekki eitt­hvað sem ég sæk­ist eft­ir. Ég hlakka til að eiga fjög­ur frá­bær ár og af­henda síðan, helst frá­bær­um Re­públi­kana, frá­bær­um Re­públi­kana til að halda áfram.“

Spurður hvort að Vance væri efst­ur á þeim lista svaraði Trump að svo gæti vel verið. 

„Ég vil ekki blanda mér í það. Mér finnst hann frá­bær snill­ing­ur. Marco [Ru­bio] er frá­bær. Það eru marg­ir frá­bær­ir,“ sagði Trump og bætti við að slík umræða væri alltof snemma á ferð. 

mbl.is