Hútar heita fleiri árásum á flugvelli

Ísrael/Palestína | 4. maí 2025

Hútar heita fleiri árásum á flugvelli

Upreisnarmenn Húta í Jemen hóta enn fleiri árásum á flugvelli í Ísrael í kjölfar flugskeytaárásar á alþjóðaflugvöll í Ísrael sem særði sex manns.

Hútar heita fleiri árásum á flugvelli

Ísrael/Palestína | 4. maí 2025

Hútar hafa stundað árásir á almenna skipaflutninga í Rauðahafinu og …
Hútar hafa stundað árásir á almenna skipaflutninga í Rauðahafinu og á Ísrael í rúmlega ár. AFP/Muhammed Huwais

Upreisn­ar­menn Húta í Jemen hóta enn fleiri árás­um á flug­velli í Ísra­el í kjöl­far flug­skeyta­árás­ar á alþjóðaflug­völl í Ísra­el sem særði sex manns.

Upreisn­ar­menn Húta í Jemen hóta enn fleiri árás­um á flug­velli í Ísra­el í kjöl­far flug­skeyta­árás­ar á alþjóðaflug­völl í Ísra­el sem særði sex manns.

Hút­ar „munu gera árás­ir á [ísra­elsku] flug­vell­ina, sér­stak­lega þann í Lod [borg], sem kall­ast Ben Guri­on,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá hers­höfðingja hóps­ins, Yayha Saree.

Hút­ar gerðu árás á alþjóðaflug­völl­inn Ben Guri­on sem er í um 20 kíló­metra fjar­lægð frá Tel Avív. Í kjöl­farið til­kynntu flug­fé­lög eins og Luft­hansa, Brit­ish Airways og Air India að flug­um til Tel Avív yrði frestað í nokkra dag.

Yahya Saree.
Ya­hya Saree. AFP/​Mohammed Huwais

Ætla að svara Hút­um og Íran

Hút­ar segja að vænta eigi frek­ari árása og hvöttu þeir flug­fé­lög til að fresta öll­um flug­um þangað. Áras­irn­ar eru gerðar að sögn Húta til að standa með Palestínu­mönn­um. 

Klerka­stjórn­in í Íran styður Húta og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sagði á sam­fé­lags­miðlum í dag að Ísra­el myndi svara bæði Hút­um og Íran.

„Árás­ir Húta koma frá Íran. Ísra­el mun svara árás Húta á aðal­flug­völl okk­ar og, á þeim tíma og stað sem við velj­um, ír­anska hryðju­verka­herra þeirra.“

mbl.is