Lufthansa aflýsir ferðum til Tel Avív

Ísrael/Palestína | 4. maí 2025

Lufthansa aflýsir ferðum til Tel Avív

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum ferðum félagsins til Tel Avív í Ísrael þar til á þriðjudag í kjölfar árásar nærri flugvellinum í morgun. 

Lufthansa aflýsir ferðum til Tel Avív

Ísrael/Palestína | 4. maí 2025

Flugferðum Lufthansa hefur verið aflýst fram á þriðjudag.
Flugferðum Lufthansa hefur verið aflýst fram á þriðjudag. AFP

Þýska flug­fé­lagið Luft­hansa hef­ur af­lýst öll­um ferðum fé­lags­ins til Tel Avív í Ísra­el þar til á þriðju­dag í kjöl­far árás­ar nærri flug­vell­in­um í morg­un. 

Þýska flug­fé­lagið Luft­hansa hef­ur af­lýst öll­um ferðum fé­lags­ins til Tel Avív í Ísra­el þar til á þriðju­dag í kjöl­far árás­ar nærri flug­vell­in­um í morg­un. 

Upp­reisn­ar­menn Húta í Jemen gerðu árás á Ben Guri­on-flug­völl­inn í morg­un. 

Luft­hansa sagði í yf­ir­lýs­ingu að ákvörðunin hafi verið tek­in í ljósi „nú­ver­andi stöðu“. 

Upp­fært kl. 12.07:

Ind­verska flug­fé­lagið Air India hef­ur einnig af­lýst öll­um sín­um ferðum til Tel Avív fram á þriðju­dag vegna árás­ar­inn­ar. 

Upp­fært kl. 12.25:

Breska flug­fé­lagið Brit­ish Airways ætl­ar að af­lýsa sín­um flug­ferðum fram á miðviku­dag.

mbl.is