Netanjahú heitir hefndum

Ísrael/Palestína | 4. maí 2025

Netanjahú heitir hefndum

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heitir hefndum gegn Hútum eftir flugskeytaárás Húta á Ben Gurion, alþjóðaflugvöllinn í Tel Avív. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Netanjahú heitir hefndum

Ísrael/Palestína | 4. maí 2025

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú. AFP/Abir Sultan

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, heit­ir hefnd­um gegn Hút­um eft­ir flug­skeyta­árás Húta á Ben Guri­on, alþjóðaflug­völl­inn í Tel Avív. Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, heit­ir hefnd­um gegn Hút­um eft­ir flug­skeyta­árás Húta á Ben Guri­on, alþjóðaflug­völl­inn í Tel Avív. Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Í mynd­skeiði á sam­fé­lags­miðlum hót­ar Net­anja­hú hefnd­um og seg­ir meðal ann­ars: „Við höf­um hafið árás­ir í fortíðinni og við mun­um hefja árás­ir í framtíðinni.“

Flug­skeyt­inu var skotið frá Jemen og féll á jörðu ná­lægt aðal­bygg­ingu Ben Guri­on í morg­un, að sögn ísra­elskra yf­ir­valda.

Fjór­ir særðust í spreng­ing­unni og tveir til viðbót­ar særðust er þeir leituðu skjóls, sam­kvæmt frétt­um ísra­elskra fjöl­miðla.

mbl.is