Það þarf enga „brazilian-buttlift“-aðgerð fyrir flottan bossa

Heilsurækt | 4. maí 2025

Það þarf enga „brazilian-buttlift“-aðgerð fyrir flottan bossa

Einhvern tímann heyrðist sagt að ef blýanti væri komið fyrir undir rasskinnunum og hann héldist þar þá væri allt farið að síga og jafnvel kominn tími til að lyfta öllu upp. Hefurðu prófað?

Það þarf enga „brazilian-buttlift“-aðgerð fyrir flottan bossa

Heilsurækt | 4. maí 2025

Síðustu ár hafa afturendar vaxið í vinsældum.
Síðustu ár hafa afturendar vaxið í vinsældum. Taylor Daugherty/Unsplash

Ein­hvern tím­ann heyrðist sagt að ef blý­anti væri komið fyr­ir und­ir rasskinn­un­um og hann héld­ist þar þá væri allt farið að síga og jafn­vel kom­inn tími til að lyfta öllu upp. Hef­urðu prófað?

Ein­hvern tím­ann heyrðist sagt að ef blý­anti væri komið fyr­ir und­ir rasskinn­un­um og hann héld­ist þar þá væri allt farið að síga og jafn­vel kom­inn tími til að lyfta öllu upp. Hef­urðu prófað?

Aft­ur­end­ar hafa fyllt miðlana, frétta- og sam­fé­lags­miðla, síðustu árin. Ef­laust hef­ur raun­veru­leikaþátta­stjarn­an Kim Kar­dashi­an átt ein­hvern þátt í því en það er „í tísku“ að hafa mjaðmir og rass – því meira því betra – að því er virðist.

Í sum­um til­fell­um er full­mikið af því góða og stór­ir kúlurass­ar eru oft ekki fengn­ir með æf­ing­un­um ein­um sam­an held­ur með aðstoð lýta­lækna en það er bæði kostnaðarsamt og sárs­auka­fullt og ekki fyr­ir alla að taka þátt í slíku. Hin ágæta Kar­dashi­an hef­ur einnig látið fram­leiða hjóla­bux­ur með áföst­um rassa­púðum fyr­ir vörumerki sitt SKIMS. Ef um­sagn­ir um þess­ar framúr­stefnu­legu bux­ur eru skoðaðar má sjá að þær eiga það til að síga niður og púðarn­ir með, fyr­ir utan það líkti ein­hver notk­un buxn­anna við það að vera með bleyju.

Og fyr­ir þá sem nenna ekki að liggja á mag­an­um svo vik­um skipt­ir til að ná bata eft­ir „brazili­an butt­lift“-aðgerðina eða vera með gervi­púðana laf­andi niður á aft­an­verð læri, þá þarf aðeins smá­veg­is aga og kannski eitt stykki jóga­dýnu til að halda hug­mynd­inni um æðis­leg­an aft­ur­enda til streitu. 

Það er mjög hvetjandi að gera æfingar í hóp og …
Það er mjög hvetj­andi að gera æf­ing­ar í hóp og mörg­um finnst það mun skemmti­legra, hins veg­ar gefst ekki alltaf tími til að mæta í rækt­ina og því má al­veg redda á dýn­unni heima í stofu. bruce mars/​Unsplash

Æfing­arn­ar heima í stofu

En hver er þessi glu­teus max­im­us? Sterk­ur aft­ur­endi er ekki ein­ung­is góður fyr­ir út­litið, þótt það sé vissu­lega spenn­andi að vera með kúlurass, held­ur er glu­teus max­im­us stærsti vöðvi lík­am­ans. Hann gegn­ir m.a. því hlut­verki að veita mjöðmum og mjaðmagrind stöðug­leika, styður við neðra bak og ger­ir hreyf­ing­ar skil­virk­ari, eins og á göngu, í hlaup­um, hoppi og við lyft­ing­ar. 

Það fer víst ekki fram hjá þeim sem stunda lík­ams­rækt að fólk er í alls kyns stell­ing­um og ham­ast við æf­ing­ar sem geta al­veg virst fá­rán­leg­ar og jafn­vel kynþokka­full­ar, allt til þess fallið að styrkja aft­ur­end­ann. Það er vissu­lega skemmti­legt að vera í rækt­inni en tím­inn er ekki alltaf til staðar.

Pssst ... Butt­lift-æf­ing­ar er al­veg hægt að gera heima í stofu, án lóða, og þá þarf hvorki að klæða sig í íþróttafatnaðinn né keyra í rækt­ina, held­ur aðeins rúlla út dýn­unni og skella sér á gólfið. 

Í meðfylgj­andi mynd­bandi má sjá mjög skil­virk­ar, svo­lítið erfiðar, butt­lift-æf­ing­ar frá pila­tes-kenn­ar­an­um Lilly Sa­bri. Hún legg­ur mikla áherslu á að virkja vöðvana og stjórna hreyf­ing­un­um í æf­ing­um sín­um, sem er und­ir­staðan í pila­tes. Það get­ur verið óþolandi erfitt en það virk­ar!


 

mbl.is