Vilja ljúka sölu á Íslandsbanka á næstu vikum

Vilja ljúka sölu á Íslandsbanka á næstu vikum

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að stefnt sé að því að ljúka sölunni á Íslandsbanka á næstu vikum. Ríkisútvarpið greinir frá.

Vilja ljúka sölu á Íslandsbanka á næstu vikum

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 4. maí 2025

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra seg­ir að stefnt sé að því að ljúka söl­unni á Íslands­banka á næstu vik­um. Rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra seg­ir að stefnt sé að því að ljúka söl­unni á Íslands­banka á næstu vik­um. Rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Seg­ir hann við RÚV að þegar komið verði að söl­unni muni ís­lensk­ur al­menn­ing­ur njóta for­gangs. Síðan kem­ur röðin að öðrum inn­lend­um fjár­fest­um og þar á eft­ir er­lend­um.

Aug­lýstu eft­ir söluaðilum

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið aug­lýsti eft­ir söluaðilum til að hafa um­sjón með útboði rík­is­ins á hlut­um í Íslands­banka í lok síðasta mánaðar.

Barclays, Citi og Kvika voru ráðin til að vera um­sjón­araðilar í fyr­ir­huguðu útboði rík­is­ins.

Fyr­ir­tækjaráðgjöf Lands­banka var ráðin til að vera sjálf­stæður efna­hags­ráðgjafi ráðuneyt­is­ins.

mbl.is