Þrýst á að heimilt verði fyrir alla að gista

Þrýst á að heimilt verði fyrir alla að gista í Grindavík

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að aukið líf hafi færst í bæinn eftir að síðasta eldgosi lauk á Sundhnúkagígaröðinni þann 1. apríl en það var áttunda gosið frá því goshrinan hófst þar í desember 2023.

Þrýst á að heimilt verði fyrir alla að gista í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. maí 2025

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík, seg­ir að aukið líf hafi færst í bæ­inn eft­ir að síðasta eld­gosi lauk á Sund­hnúkagígaröðinni þann 1. apríl en það var átt­unda gosið frá því gos­hrin­an hófst þar í des­em­ber 2023.

Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík, seg­ir að aukið líf hafi færst í bæ­inn eft­ir að síðasta eld­gosi lauk á Sund­hnúkagígaröðinni þann 1. apríl en það var átt­unda gosið frá því gos­hrin­an hófst þar í des­em­ber 2023.

Fann­ar seg­ir að hljóðið í fólki sé mis­mun­andi eft­ir aðstæðum þess og beðið sé eft­ir því að veitt verði heim­ild til þess að gista með form­leg­um hætti í þeim hús­um þar sem gerðir hafa verið svo­kallaðir holl­vina­samn­ing­ar.

„Það hef­ur verið þrýst á að það verði heim­ilt fyr­ir þetta fólk að fá að gista á eig­in ábyrgð enda eru þetta Grind­vík­ing­ar sem þekkja vel til staðhátta og rým­inga en hingað til hef­ur ekki verið tekið af skarið með það,“ seg­ir Fann­ar við mbl.is.

Fann­ar seg­ir að lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um banni það ekki að fólk sem á hús­næði gisti í bæn­um en þegar um sé að ræða holl­vina­samn­inga sem fólk hafi gert við fast­eigna­fé­lagið Þór­kötlu þá sé það tekið fram að gist­ing sé óheim­il.

Hann seg­ir að að jafnaði sé gist í 40 til 50 hús­um og hafi sú tala lítið breyst síðustu mánuðina.

„Eft­ir að síðasta gosi lauk hef­ur verið tölu­verð um­ferð í bæn­um. Það hafa marg­ir komið á golf­völl­inn og nú er verið að und­ir­búa fót­bolta­völl­inn. Þá er búið að taka íþrótta­húsið út og það er komið aft­ur í notk­un,“ seg­ir Fann­ar.

Hug­ur í ferðaþjón­ustuaðilum

Fann­ar seg­ir að það sé hug­ur í ferðaþjón­ustuaðilum að und­ir­búa frek­ari ferðamanna­straum inn í bæ­inn og þá sé heil­mik­il at­vinnu­starf­semi í bæn­um.

„En svo vit­um við ekki með fram­haldið á þess­um at­b­urðum. Það er landris í gangi sem kann að enda með eld­gosi eins og við þekkj­um svo vel. Ef það væri búið að lýsa yfir gos­hléi, og ég tala nú ekki um gos­lok, þá væri staðan allt önn­ur og það myndi lifna mjög fljótt yfir bæn­um,“ seg­ir hann.

mbl.is