Gætu átt „dásamlegt hjónaband“

Gætu átt „dásamlegt hjónaband“

Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag áhuga sinn á að innlima Kanada sem 51. ríki Bandaríkjanna. Það gerði hann á fundi með Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, í Hvíta húsinu. 

Gætu átt „dásamlegt hjónaband“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 6. maí 2025

„Kanada er ekki til sölu,“ ítrekaði forsætisráðherrann.
„Kanada er ekki til sölu,“ ítrekaði forsætisráðherrann. AFP/Jim Watson

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ít­rekaði í dag áhuga sinn á að inn­lima Kan­ada sem 51. ríki Banda­ríkj­anna. Það gerði hann á fundi með Mark Car­ney, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, í Hvíta hús­inu. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ít­rekaði í dag áhuga sinn á að inn­lima Kan­ada sem 51. ríki Banda­ríkj­anna. Það gerði hann á fundi með Mark Car­ney, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, í Hvíta hús­inu. 

Sagði Trump að hann væri að vernda Kan­ada með þess­um áætl­un­um sín­um og að lönd­in tvö gætu átt „dá­sam­legt hjóna­band“. Meðal ann­ars gætu Kan­ada­bú­ar hlotið mik­inn ávinn­ing á því að gang­ast und­ir Banda­rík­in líkt og að fá frí­an her og tölu­verðar skatta­lækk­an­ir. 

Car­ney var ekki á sama máli og svaraði for­set­an­um: „Kan­ada er ekki til sölu.“

Trump hef­ur lengi lýst yfir áhuga sín­um á að inn­lima Kan­ada sem 51. ríki Banda­ríkj­anna en sam­band ríkj­anna var eitt helsta kosn­inga­mál í kanadísku þing­kosn­ing­un­um í lok síðasta mánaðar. 

Sam­kvæmt skoðana­könn­un frá því í fe­brú­ar eru um 13% íbúa Kan­ada fylgj­andi því að gang­ast und­ir Banda­rík­in en 82% and­víg­ir. 

„Svona er þetta bara

Á fund­in­um ræddu þjóðleiðtog­arn­ir einnig um tolla en Trump hef­ur lagt háa tolla á Kan­ada sem hef­ur kveikt und­ir viðskipta­stríð milli ríkj­anna. Trump sagði að það væri lítið sem Car­ney gæti sagt eða gert til að hann myndi end­ur­skoða toll­ana. 

„Svona er þetta bara,“ sagði hann. 

mbl.is