Jóhanna Helga trúlofuð

Instagram | 6. maí 2025

Jóhanna Helga trúlofuð

Samfélagsmiðlastjarnan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason, viðskiptastjóri hjá Isavia, eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig í París á föstudag.

Jóhanna Helga trúlofuð

Instagram | 6. maí 2025

Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason trúlofuðu sig í …
Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason trúlofuðu sig í París. Samsett mynd

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eru trú­lofuð. Parið trú­lofaði sig í Par­ís á föstu­dag.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eru trú­lofuð. Parið trú­lofaði sig í Par­ís á föstu­dag.

Jó­hanna Helga greindi frá trú­lof­un­inni í færslu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag. Þar skrif­ar hún ein­fald­lega „02.05.25.“ og læt­ur lynd­is­tákn þess efn­is að um trú­lof­un sé að ræða fylgja með.

Jó­hanna Helga og Geir hafa verið sam­an um ára­bil og eiga tvö börn, stúlku og dreng.

Aðeins ör­fá­ar vik­ur eru frá því að besta vin­kona Jó­hönnu Helgu, sam­fé­lags­miðlastjarn­an Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, trú­lofaðist Bene­dikt Bjarna­syni í Mexí­kó og er því nokkuð lík­legt að stöll­urn­ar eigi eft­ir að skipu­leggja brúðkaup­in sam­an.

Smart­land ósk­ar þeim til ham­ingju með trú­lof­un­ina!

mbl.is