Ný málverk afhjúpuð í tilefni af tveggja ára krýningarafmæli

Kóngafólk | 6. maí 2025

Ný málverk afhjúpuð í tilefni af tveggja ára krýningarafmæli

Málverk af bresku konungshjónunum, Karli III. Bretakonungi og eiginkonu hans, Camillu Bretadrottningu, voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Bretlands í Lundúnum fyrr í dag.

Ný málverk afhjúpuð í tilefni af tveggja ára krýningarafmæli

Kóngafólk | 6. maí 2025

Konungleg málverk afhjúpuð á tveggja ára krýningarafmæli Karls III.
Konungleg málverk afhjúpuð á tveggja ára krýningarafmæli Karls III. Ljósmynd/AFP

Mál­verk af bresku kon­ungs­hjón­un­um, Karli III. Breta­kon­ungi og eig­in­konu hans, Camillu Breta­drottn­ingu, voru af­hjúpuð við hátíðlega at­höfn í Lista­safni Bret­lands í Lund­ún­um fyrr í dag.

Mál­verk af bresku kon­ungs­hjón­un­um, Karli III. Breta­kon­ungi og eig­in­konu hans, Camillu Breta­drottn­ingu, voru af­hjúpuð við hátíðlega at­höfn í Lista­safni Bret­lands í Lund­ún­um fyrr í dag.

Til­efnið er tveggja ára krýn­ing­araf­mæli.

Kon­ungs­hjón­in voru að sjálf­sögðu viðstödd at­höfn­ina og stilltu sér upp við hlið mál­verk­anna.

Tveir list­mál­ar­ar voru fengn­ir í verkið, en mál­verkið af Karli III. var málað af ein­um Peter Ku­h­feld en mynd­ina af Camillu málaði Paul S. Benn­ey.

Karl III. var krýnd­ur kon­ung­ur Bret­lands við hátíðlega at­höfn í West­minster Abbey þann 6. maí 2023. Krýn­ing­in var sú fyrsta í Bretlandi í 70 ár.

Móðir Karls, Elísa­bet II. Breta­drottn­ing, lést þann 8. sept­em­ber 2022, 96 ára að aldri.

Konungshjónin afhjúpuðu málverkin.
Kon­ungs­hjón­in af­hjúpuðu mál­verk­in. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is