„Sá sem notar greiðir fyrir“

Veiðigjöld | 6. maí 2025

„Sá sem notar greiðir fyrir“

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, segist fylgjandi því að gjald, sambærilegt veiðigjaldinu, verði tekið af notkun annarra náttúruauðlinda.

„Sá sem notar greiðir fyrir“

Veiðigjöld | 6. maí 2025

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar.
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Karítas

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar, seg­ist fylgj­andi því að gjald, sam­bæri­legt veiðigjald­inu, verði tekið af notk­un annarra nátt­úru­auðlinda.

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar, seg­ist fylgj­andi því að gjald, sam­bæri­legt veiðigjald­inu, verði tekið af notk­un annarra nátt­úru­auðlinda.

Á Alþingi í dag sagði Grím­ur að veiðigjöld væru ekki aðeins fjár­hags­leg tæki, held­ur líka „siðferðis­leg yf­ir­lýs­ing“.

Jafn­framt talaði hann um að þjóðin standi frammi fyr­ir einni af mik­il­væg­ustu spurn­ing­um sam­tím­ans: „Hvernig tryggj­um við að auðlind­ir þjóðar­inn­ar séu nýtt­ar á rétt­lát­an og sjálf­bær­an hátt í þágu alls sam­fé­lags­ins?“

Eigi að gera aðrar auðlind­ir upp með sam­bæri­leg­um hætti

Spurður hvort þetta þýði að hann sé fylgj­andi sam­bæri­legri gjald­töku af öðrum auðlind­um en fiski seg­ir Grím­ur í sam­tali við mbl.is:

„Já, ég ætla að svara því ját­andi. Mér finnst að það eigi að gera upp með sam­bæri­leg­um og viðeig­andi hætti.“

Spurður hvaða at­vinnu­veg­ir ættu að sæta gjald­töku vegna notk­un­ar á auðlind­um seg­ir Grím­ur að það þurfi að skoða.

„Ég held að það sé eitt­hvað sem leggj­ast þurfi yfir, hvernig við skil­grein­um sam­eign þjóðar­inn­ar sem ætti að vera und­ir þeim hatti að tek­in sé af henni auðlinda­gjöld.“

Fylgj­andi gjald­töku á ferðamanna­stöðum

Spurður hvort hann sé fylgj­andi því að auðlinda­gjald sé tekið af ferðaþjón­ustu í land­inu líkt og Sam­fylk­ing­in hafði meðal ann­ars lagt áherslu á í kosn­inga­bar­áttu sinni í vet­ur seg­ir Grím­ur:

„Ég held að ég fari rétt með það að það sé í stjórn­arsátt­mál­an­um að taka ein­hvers­kon­ar gjald af til­tekn­um ferðamanna­stöðum og að það sé þá gjald sem væri notað til að byggja upp innviði á þeim stöðum, og ég er fylgj­andi því. Þetta er bara í grunn­inn þannig að sá sem not­ar greiðir fyr­ir.“

Að lok­um kveðst Grím­ur nokkuð sátt­ur með umræðuna um veiðigjöld sem hef­ur átt sér stað á Alþingi í dag og í gær en hann tel­ur flesta sam­mála um að það eigi að koma af­gjald til þjóðar­inn­ar vegna nýt­ingu auðlinda, spurn­ing­in sé hins veg­ar hvernig það sé út­fært.

„Auðvitað eru þetta tölu­verðar upp­hróp­an­ir en mér finnst þetta hins­veg­ar al­veg mál­efna­leg umræða. Það er bara dá­lít­ill ágrein­ing­ur um það hvernig þess­um mál­um verður best fyr­ir komið og það er kannski bara dá­lít­il póli­tík hvernig niðurstaðan í því verður.“

mbl.is