Hátt settur yfirmaður hjá Hamassamtökunum segir samtökin ekki lengur hafa áhuga á vopnahlésviðræðum við ísraelsk stjórnvöld og hvetur alþjóðasamfélagið að stöðva „hungurstríð“ Ísraels gegn íbúum Gasa.
Hátt settur yfirmaður hjá Hamassamtökunum segir samtökin ekki lengur hafa áhuga á vopnahlésviðræðum við ísraelsk stjórnvöld og hvetur alþjóðasamfélagið að stöðva „hungurstríð“ Ísraels gegn íbúum Gasa.
Hátt settur yfirmaður hjá Hamassamtökunum segir samtökin ekki lengur hafa áhuga á vopnahlésviðræðum við ísraelsk stjórnvöld og hvetur alþjóðasamfélagið að stöðva „hungurstríð“ Ísraels gegn íbúum Gasa.
„Það er ástæðulaust að halda viðræðunum áfram eða að íhuga nýjar vopnahléstillögur á meðan hungurstríðið og útrýmingarstríðið heldur áfram á Gasaströndinni,“ sagði Hamasliðinn Basem Naim í viðtali við fréttastofu AFP í dag.
Hann bætti við að alþjóðasamfélagið þyrfti að þrýsta á ísraelsku ríkisstjórnina að binda enda á „glæpsamlegt hungrið, þorstann og drápin“ á Gasa.
Þessi ummæli Naim, sem er hátt settur innan Hamassamtakanna og er fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra þeirra, koma í kjölfar þess að ísraelsk hernaðaryfirvöld lýstu því yfir í gær að hernaðaráætlun Ísraels á Gasa fæli í sér að hrekja „flesta“ íbúa af svæðinu.
Þá staðfesti annar ísraelskur embættismaður að ný hernaðaráætlun landsins sem Öryggisráð Ísraels samþykkti í gær fæli í sér að leggja Gasa undir sig.
Nú þegar hafa nær allir íbúar Gasa þurft að flýja heimili sín, jafnvel margoft, eftir að stríð á svæðinu braust út í október 2023 eftir að Hamassamtökin gerðu árás á Ísrael.
Vopnahlé í átökunum hófst í upphafi þessa árs en lauk eftir tvo mánuði þegar ísraelski herinn hóf árásir á Gasa að nýju 18. mars.
Þá hafa ísraelsk stjórnvöld stöðvað allar sendingar hjálpargagna inn á svæðið frá 2. mars.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, væri „áhyggjufullur“ vegna áætlana Ísraelsmanna sem „munu óhjákvæmilega leiða til þess að mun fleiri óbreyttir borgarar verði drepnir og frekari eyðileggingar á Gasa“.