Segir vopnahlésviðræður ástæðulausar

Ísrael/Palestína | 6. maí 2025

Segir vopnahlésviðræður ástæðulausar

Hátt settur yfirmaður hjá Hamassamtökunum segir samtökin ekki lengur hafa áhuga á vopnahlésviðræðum við ísraelsk stjórnvöld og hvetur alþjóðasamfélagið að stöðva „hungurstríð“ Ísraels gegn íbúum Gasa.

Segir vopnahlésviðræður ástæðulausar

Ísrael/Palestína | 6. maí 2025

Naim segir ástæðulaust að halda viðræðum áfrám á meðan ísraelsk …
Naim segir ástæðulaust að halda viðræðum áfrám á meðan ísraelsk yfirvöld herja enn hungurstríð. AFP

Hátt sett­ur yf­ir­maður hjá Hamassam­tök­un­um seg­ir sam­tök­in ekki leng­ur hafa áhuga á vopna­hlésviðræðum við ísra­elsk stjórn­völd og hvet­ur alþjóðasam­fé­lagið að stöðva „hung­ur­s­tríð“ Ísra­els gegn íbú­um Gasa.

Hátt sett­ur yf­ir­maður hjá Hamassam­tök­un­um seg­ir sam­tök­in ekki leng­ur hafa áhuga á vopna­hlésviðræðum við ísra­elsk stjórn­völd og hvet­ur alþjóðasam­fé­lagið að stöðva „hung­ur­s­tríð“ Ísra­els gegn íbú­um Gasa.

„Það er ástæðulaust að halda viðræðunum áfram eða að íhuga nýj­ar vopna­hléstil­lög­ur á meðan hung­ur­s­tríðið og út­rým­ing­ar­stríðið held­ur áfram á Gasa­strönd­inni,“ sagði Ham­asliðinn Basem Naim í viðtali við frétta­stofu AFP í dag.

Hann bætti við að alþjóðasam­fé­lagið þyrfti að þrýsta á ísra­elsku rík­is­stjórn­ina að binda enda á „glæp­sam­legt hungrið, þorst­ann og dráp­in“ á Gasa.

Ætla að inn­lima Gasa­strönd­ina

Þessi um­mæli Naim, sem er hátt sett­ur inn­an Hamassam­tak­anna og er fyrr­ver­andi heil­brigðismálaráðherra þeirra, koma í kjöl­far þess að ísra­elsk hernaðar­yf­ir­völd lýstu því yfir í gær að hernaðaráætl­un Ísra­els á Gasa fæli í sér að hrekja „flesta“ íbúa af svæðinu.

Þá staðfesti ann­ar ísra­elsk­ur emb­ætt­ismaður að ný hernaðaráætl­un lands­ins sem Örygg­is­ráð Ísra­els samþykkti í gær fæli í sér að leggja Gasa und­ir sig.

Nú þegar hafa nær all­ir íbú­ar Gasa þurft að flýja heim­ili sín, jafn­vel margoft, eft­ir að stríð á svæðinu braust út í októ­ber 2023 eft­ir að Hamassam­tök­in gerðu árás á Ísra­el.

Mun leiða til frek­ari eyðilegg­ing­ar

Vopna­hlé í átök­un­um hófst í upp­hafi þessa árs en lauk eft­ir tvo mánuði þegar ísra­elski her­inn hóf árás­ir á Gasa að nýju 18. mars.

Þá hafa ísra­elsk stjórn­völd stöðvað all­ar send­ing­ar hjálp­ar­gagna inn á svæðið frá 2. mars.

Talsmaður Sam­einuðu þjóðanna sagði í gær að fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Ant­onio Guter­res, væri „áhyggju­full­ur“ vegna áætl­ana Ísra­els­manna sem „munu óhjá­kvæmi­lega leiða til þess að mun fleiri óbreytt­ir borg­ar­ar verði drepn­ir og frek­ari eyðilegg­ing­ar á Gasa“.

mbl.is