ACT4 framleiðir fyrstu íslensku New8-sjónvarpsþáttaröðina

Poppkúltúr | 7. maí 2025

ACT4 framleiðir fyrstu íslensku New8-sjónvarpsþáttaröðina

Sjónvarpsþáttaröðin Bless bless Blesi (e. Death of a horse), sem framleidd er af íslenska framleiðslufyrirtækinu ACT4, er fyrsta leikna þáttaröð RÚV í samstarfinu New8.

ACT4 framleiðir fyrstu íslensku New8-sjónvarpsþáttaröðina

Poppkúltúr | 7. maí 2025

Þáttaröðin er hugarfóstur handritateymisins Birkis Blæs Ingólfssonar og Jónasar Margeirs …
Þáttaröðin er hugarfóstur handritateymisins Birkis Blæs Ingólfssonar og Jónasar Margeirs Ingólfssonar. Samsett mynd

Sjón­varpsþáttaröðin Bless bless Blesi (e. De­ath of a hor­se), sem fram­leidd er af ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu ACT4, er fyrsta leikna þáttaröð RÚV í sam­starf­inu New8.

Sjón­varpsþáttaröðin Bless bless Blesi (e. De­ath of a hor­se), sem fram­leidd er af ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu ACT4, er fyrsta leikna þáttaröð RÚV í sam­starf­inu New8.

Frá þessu var greint á sjón­varps­hátíðinni Series Mania í Lille nú á dög­un­um þar sem New8-verk­efni árs­ins 2026 voru kynnt.

New8 er sam­starf allra nor­rænu sjón­varps­stöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belg­íu. New8-sam­starfið, sem hófst form­lega árið 2024, er byggt á sam­vinnu sjón­varps­stöðvanna, trausti og vilja til þess að vinna sam­an og þar með deila menn­ingu og sög­um sem talið er að eigi er­indi til áhorf­enda allra stöðva. Á hverju ári eru það því átta evr­ópsk­ar sjón­varpsþátt­araðir sem sam­eig­in­lega eru keypt­ar og sýnd­ar á öll­um stöðvum. Búið er að fram­leiða fyrstu þátt­araðirn­ar og eru þær að koma í hús hjá sjón­varps­stöðvun­um ein af ann­arri.

RÚV tek­ur þátt í fram­leiðslu á einni ís­lenskri þáttaröð, annað hvert ár.

„Við erum mjög spennt fyr­ir þessu sam­starfi og okk­ur fannst mik­il­vægt að fyrsta verk­efnið okk­ar upp­fyllti þær kröf­ur sem New8 bygg­ir á, þ.e. spenn­andi saga sem er með alþjóðleg­um blæ, með sterk­ar ræt­ur í ís­lensk­um veru­leika. Þessi saga lýt­ur glæpa­sagna­form­inu, þó að vissu­lega telji menn sig geta deilt um hvort framið hafi verið morð eða ekki. Sag­an er svo ein­stök að við telj­um hana eiga eft­ir að fara vel í alþjóðlega áhorf­end­ur og svo er ís­lenski hest­ur­inn og eig­in­leik­ar hans dáðir um heim all­an. Teymið á bak við ACT 4 er mjög sterkt og við hlökk­um til að deila Blesa með NEW8-stöðvun­um og öðrum sem sleg­ist hafa í hóp­inn við að fram­leiða þessa frá­bæru þáttaröð.“ seg­ir Mar­grét Jón­as­dótt­ir, dag­skrár­stjóri RÚV.

Hlakka til að koma ís­lenska hest­in­um á skjá­inn 

Þáttaröðin er hug­ar­fóst­ur hand­ritateym­is­ins Birk­is Blæs Ing­ólfs­son­ar og Jónas­ar Mar­geirs Ing­ólfs­son­ar. Á síðastliðnum árum hafa þeir komið að skrif­um og þróun á mörg­um vin­sæl­ustu sjón­varpsþáttaröðum Íslands, t.a.m. Ráðherr­an­um 1 og 2, Ísa­lög­um (e. Thin Ice), Stellu Blóm­kvist 2 og Svo lengi sem við lifum. Nú síðast komu þeir að þróun, skrif­um og fram­leiðslu á Reykja­vík Fusi­on fyr­ir fé­lagið ACT4 ásamt Herði Rún­ars­syni og Ólafi Darra Ólafs­syni, en þáttaröðin var frum­sýnd á Cann­es Series í síðustu viku.

„Við í ACT4 erum í skýj­un­um með að verk­efnið sé valið inn í New8-sam­starfið. Það er mik­ill gæðastimp­ill fyr­ir okk­ur. Eins og all­ir vita sem til þekkja er ís­lenski hesta­heim­ur­inn full­ur af mögnuðum sög­um og þó að þetta sé skálduð þáttaröð þá er hún inn­blás­in af alls kon­ar sönn­um sög­um,“ seg­ir Birk­ir Blær Ing­ólfs­son, höf­und­ur og þró­un­ar­stjóri ACT4. „Við hefj­um tök­ur í sum­ar og stefn­um á að gera út frá Hól­um í Hjalta­dal og hlökk­um mikið til að koma ís­lenskri hesta­mennsku og ís­lenska hest­in­um upp á skjá­inn.“

Bless bless Blesi fjall­ar um keppnisknap­ann Auð sem mæt­ir á Lands­mót hesta­manna með stóðhest­inn Blesa. Þeir sýna snilld­ar­takta og Blesi er sig­ur­strang­leg­asta hrossið í A-flokki gæðinga fyr­ir lokaum­ferðina. En að morgni keppn­is­dags­ins finnst Blesi dauður í hest­hús­inu. Lög­regl­an í sveit­inni neit­ar að rann­saka málið enda ekki um morð að ræða þegar hest­ur er drep­inn. Auður ákveður upp á eig­in spýt­ur að rann­saka sam­fé­lag ís­lenskra keppn­is­hesta­manna í leit að hrossamorðingj­an­um.

mbl.is