Búast við 27 erlendum þjóðarleiðtogum í Moskvu

Rússland | 7. maí 2025

Búast við 27 erlendum þjóðarleiðtogum í Moskvu

Hátt í þrjátíu erlendir þjóðarleiðtogar verða viðstaddir hátíðarhöld í Moskvu á Sigurdaginn þegar sigur bandamanna á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni verður fagnað.

Búast við 27 erlendum þjóðarleiðtogum í Moskvu

Rússland | 7. maí 2025

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Hátt í þrjá­tíu er­lend­ir þjóðarleiðtog­ar verða viðstadd­ir hátíðar­höld í Moskvu á Sig­ur­dag­inn þegar sig­ur banda­manna á Þjóðverj­um í seinni heims­styrj­öld­inni verður fagnað.

Hátt í þrjá­tíu er­lend­ir þjóðarleiðtog­ar verða viðstadd­ir hátíðar­höld í Moskvu á Sig­ur­dag­inn þegar sig­ur banda­manna á Þjóðverj­um í seinni heims­styrj­öld­inni verður fagnað.

Átta­tíu ár verða þá liðin frá því að upp­gjaf­arsátt­mál­inn var und­ir­ritaður.

Heim­sókn við Moskvu sé stuðnings­yf­ir­lýs­ing

Sig­ur­dag­ur­inn er hald­inn 9. maí ár hvert í Rússlandi og hafa 27 leiðtog­ar boðað komu sína í rúss­nesku höfuðborg­ina. Á sama tíma vill Evr­ópa ein­angra rúss­neska for­set­ann og koma í veg fyr­ir að hann myndi sterk tengsl við aðra þjóðarleiðtoga.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur sagt þátt­töku í hátíðar­höld­un­um jafn­ast á við stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu.

29 þjóðarleiðtog­ar höfðu boðað komu sína en for­set­ar Aser­baís­j­an og Laos hafa afboðað sig.

Styrkja tengsl Kína og Rúss­lands

Á meðal gesta Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta verða For­seti Kína Xi Jin­ping og for­seti Bras­il­íu Luiz Inacio Lula da Silva. Xi verður í sér­stakri rík­is­heim­sókn í Moskvu þar sem hann mun halda fundi með Pútín til að styrkja tengsl ríkj­anna.

Þá verða m.a. þjóðarleiðtog­ar Armen­íu, Kasakst­an, Hvíta-Rússlandi, Víet­nam, Mong­ól­íu, Egypta­lands og Mjan­mar viðstadd­ir hátíðar­höld­in. Frá Afr­íku koma þjóðarleiðtog­ar Búrkína Fasó, Simba­bve, Lýðstjórn­ar­veld­inu Kongó, Eþíóp­íu, og Gín­eu.

Helstu banda­menn Rússa í Suður-Am­er­íku verða einnig viðstadd­ir, það eru Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, og Migu­el Diaz-Ca­len, for­seti komm­ún­ista­stjórn­ar­inn­ar á Kúbu.

Nar­endra Modi hafði boðað komu sína en vegna þess hve spenn­an á milli Pak­ist­ans og Ind­lands fer stig­magn­andi mun hann ekki mæta.

mbl.is