Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir, sem halda úti hlaðvarpinu Komið gott, eru í skýjunum því uppselt er á viðburð þeirra í Austurbæ 21. maí. Um 500 gestir rúmast á staðnum.
Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir, sem halda úti hlaðvarpinu Komið gott, eru í skýjunum því uppselt er á viðburð þeirra í Austurbæ 21. maí. Um 500 gestir rúmast á staðnum.
Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir, sem halda úti hlaðvarpinu Komið gott, eru í skýjunum því uppselt er á viðburð þeirra í Austurbæ 21. maí. Um 500 gestir rúmast á staðnum.
„Við erum ægilega fegnar að það sé enn til fólk sem lætur hreinlega bjóða sér að sitja undir þessu orðagjálfri og ólund. Við þökkum bara fyrir og segjum er á meðan er. Svo verður þessi kvöldstund náttúrulega ekki send út svo við vonum að okkar gestir taki eitthvað út úr þessu skefjaleysi - en fer sem fer,“ segir Ólöf Skaftadóttir í samtali við Smartland.
„Við ætlum að gefa gestunum okkar auðmannagleraugu og hjúkra sægreifunum okkar á þessum síðustu og verstu. Aðstoða strákana okkar við að ná upp lesfærni, stríða stjórnmálamönnum og vera fulltrúar neytenda. Hlustendur okkar eru farnir að þekkja þessi meginstef. Þarna verður vel skipað pallborð á sviði og þar fá allir nema einn hljóðnema,“ segir Kristín.
Fyrir þá sem vita ekki hvað auðmannagleraugu eru þá er um að ræða skyggð sjóngler í stórri umgjörð. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, hefur skartað slíkum gleraugum ásamt fleira fólki sem er komið með aldurstengd sjónvandamál.
Ólöf og Kristín prýddu forsíðu tímarits Smartlands sem kom út á mánudaginn í tilefni af 14 ára afmæli vefsins. Hægt er að lesa blaðið HÉR en líka í appi Morgunblaðsins.