Gefa hverjum gesti auðmannagleraugu

Hverjir voru hvar | 7. maí 2025

Gefa hverjum gesti auðmannagleraugu

Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir, sem halda úti hlaðvarpinu Komið gott, eru í skýjunum því uppselt er á viðburð þeirra í Austurbæ 21. maí. Um 500 gestir rúmast á staðnum. 

Gefa hverjum gesti auðmannagleraugu

Hverjir voru hvar | 7. maí 2025

Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir halda úti hlaðvarpinu Komið gott …
Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir halda úti hlaðvarpinu Komið gott sem nýtur mikilla vinsælda. Ljósmynd/Saga Sig

Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir og Ólöf Skafta­dótt­ir, sem halda úti hlaðvarp­inu Komið gott, eru í skýj­un­um því upp­selt er á viðburð þeirra í Aust­ur­bæ 21. maí. Um 500 gest­ir rúm­ast á staðnum. 

Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir og Ólöf Skafta­dótt­ir, sem halda úti hlaðvarp­inu Komið gott, eru í skýj­un­um því upp­selt er á viðburð þeirra í Aust­ur­bæ 21. maí. Um 500 gest­ir rúm­ast á staðnum. 

„Við erum ægi­lega fegn­ar að það sé enn til fólk sem læt­ur hrein­lega bjóða sér að sitja und­ir þessu orðagjálfri og ólund. Við þökk­um bara fyr­ir og segj­um er á meðan er. Svo verður þessi kvöld­stund nátt­úru­lega ekki send út svo við von­um að okk­ar gest­ir taki eitt­hvað út úr þessu skefja­leysi - en fer sem fer,“ seg­ir Ólöf Skafta­dótt­ir í sam­tali við Smart­land. 

„Við ætl­um að gefa gest­un­um okk­ar auðmannagler­augu og hjúkra sæ­greif­un­um okk­ar á þess­um síðustu og verstu. Aðstoða strák­ana okk­ar við að ná upp les­færni, stríða stjórn­mála­mönn­um og vera full­trú­ar neyt­enda. Hlust­end­ur okk­ar eru farn­ir að þekkja þessi meg­in­stef. Þarna verður vel skipað pall­borð á sviði og þar fá all­ir nema einn hljóðnema,“ seg­ir Krist­ín. 

Fyr­ir þá sem vita ekki hvað auðmannagler­augu eru þá er um að ræða skyggð sjóngler í stórri um­gjörð. Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hef­ur skartað slík­um gler­aug­um ásamt fleira fólki sem er komið með ald­ur­stengd sjón­vanda­mál.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, er oft með sín …
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, er oft með sín auðmannagler­augu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ólöf og Krist­ín prýddu forsíðu tíma­rits Smart­lands sem kom út á mánu­dag­inn í til­efni af 14 ára af­mæli vefs­ins. Hægt er að lesa blaðið HÉR en líka í appi Morg­un­blaðsins. 

Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir prýddu forsíðu á afmælistímariti Smartlands …
Ólöf Skafta­dótt­ir og Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir prýddu forsíðu á af­mæl­is­tíma­riti Smart­lands sem fagnaði 14 ára af­mæli á mánu­dag­inn.
mbl.is