Halla treystir á pallíetturnar enn og aftur

Fatastíllinn | 7. maí 2025

Halla treystir á pallíetturnar enn og aftur

Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, var boðið til formlegs kvöldverðar í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi, á fyrsta degi þriggja daga ríkisheimsóknar til Svíþjóðar. Halla var söm við sig í klæðaburði og treysti á pallíetturnar.

Halla treystir á pallíetturnar enn og aftur

Fatastíllinn | 7. maí 2025

Björn og Halla voru mætt í höllina prúðbúin og fín.
Björn og Halla voru mætt í höllina prúðbúin og fín. Clément Morin/Sænska konungshöllin

Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands, og eig­in­manni henn­ar, Birni Skúla­syni, var boðið til form­legs kvöld­verðar í sænsku kon­ungs­höll­inni í gær­kvöldi, á fyrsta degi þriggja daga rík­is­heim­sókn­ar til Svíþjóðar. Halla var söm við sig í klæðaburði og treysti á pallí­ett­urn­ar.

Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands, og eig­in­manni henn­ar, Birni Skúla­syni, var boðið til form­legs kvöld­verðar í sænsku kon­ungs­höll­inni í gær­kvöldi, á fyrsta degi þriggja daga rík­is­heim­sókn­ar til Svíþjóðar. Halla var söm við sig í klæðaburði og treysti á pallí­ett­urn­ar.

Halla klædd­ist glæsi­leg­um pallí­ettu­skreytt­um síðkjól í ljós­um lit. Pallí­ett­urn­ar voru aðallega ljós­ar að lit og silfraðar en einnig mátti sjá dökk­græna steina inn á milli. 

Halla hef­ur treyst á breska fata­hönnuðinn Jenny Packham í síðustu heim­sókn­um bæði til Nor­egs og Dan­merk­ur. Kjól­arn­ir frá Packham eru mjög vin­sæl­ir á ýmsa galaviðburði hjá stærstu stjörn­um heims. 

Halla Tómasdóttir ásamt Karli Gústaf Svíakonungi.
Halla Tóm­as­dótt­ir ásamt Karli Gúst­af Sví­a­kon­ungi. Clé­ment Mor­in/​Sænska kon­ungs­höll­in
mbl.is