Kom út úr skápnum 83 ára gamall

Poppkúltúr | 7. maí 2025

Kom út úr skápnum 83 ára gamall

Milljarðamæringurinn Barry Diller, sem hefur verið kvæntur belgíska tískuhönnuðinum Diane von Furstenberg frá árinu 2001, kom út úr skápnum í aðsendri grein sem birtist í New York Magazine á þriðjudag.

Kom út úr skápnum 83 ára gamall

Poppkúltúr | 7. maí 2025

Barry Diller og Diane von Furstenberg.
Barry Diller og Diane von Furstenberg. Samsett mynd

Millj­arðamær­ing­ur­inn Barry Diller, sem hef­ur verið kvænt­ur belg­íska tísku­hönnuðinum Dia­ne von Fur­sten­berg frá ár­inu 2001, kom út úr skápn­um í aðsendri grein sem birt­ist í New York Magaz­ine á þriðju­dag.

Millj­arðamær­ing­ur­inn Barry Diller, sem hef­ur verið kvænt­ur belg­íska tísku­hönnuðinum Dia­ne von Fur­sten­berg frá ár­inu 2001, kom út úr skápn­um í aðsendri grein sem birt­ist í New York Magaz­ine á þriðju­dag.

Diller, 83 ára, ræddi op­in­skátt, í fyrsta sinn á æv­inni, um ástar­sam­bönd sín við fjöl­marga karl­menn á yngri árum sín­um.

„Þó að marg­ir karl­menn hafi verið í lífi mínu hef­ur aðeins ein kona verið þar, og hún kom ekki inn í líf mitt fyrr en ég var 33 ára gam­all,“ skrifaði millj­arðamær­ing­ur­inn í aðsendri grein með fyr­ir­sögn­inni Barry & Dia­ne The truth about us, af­ter all these ye­ars.

Grein­ina skrifaði Diller í þeirri von að aug­lýsa sjálfsævi­sögu sína, Who knew, sem er vænt­an­leg þann 20. maí næst­kom­andi.

„Ég hef aldrei ef­ast um grund­vallaráhrif kyn­hneigðar minn­ar á líf mitt, ég óttaðist aðeins viðbrögð annarra,“ sagði Diller og viður­kenndi að flestall­ir, ef ekki all­ir, í innsta hring hans vissu um fortíð hans og kyn­ferðis­leg­ar lang­an­ir.

Kynnt­ust árið 1974

Diller, stofn­andi og stjórn­ar­formaður In­terActi­ve Corp, kynnt­ist von Fur­sten­berg árið 1974. Þau áttu í svo­kölluðu „haltu mér, slepptu mér“ sam­bandi um ára­bil, skildu árið 1981 en tóku sam­an aft­ur tíu árum seinna og hafa verið par upp frá því.

„Sam­band sem hófst með áhuga­leysi, en sprakk svo út í róm­an­tík jafn nátt­úru­lega fyr­ir okk­ur og að anda, kom okk­ur og öll­um öðrum á óvart. Það er sann­ar­lega krafta­verkið í lífi mínu,“ bætti viðskipta­jöf­ur­inn við um 24 ára hjóna­band sitt, sem hann lýsti einnig sem „ein­stöku og full­komnu ástar­sam­bandi“.



mbl.is