Milljarðamæringurinn Barry Diller, sem hefur verið kvæntur belgíska tískuhönnuðinum Diane von Furstenberg frá árinu 2001, kom út úr skápnum í aðsendri grein sem birtist í New York Magazine á þriðjudag.
Milljarðamæringurinn Barry Diller, sem hefur verið kvæntur belgíska tískuhönnuðinum Diane von Furstenberg frá árinu 2001, kom út úr skápnum í aðsendri grein sem birtist í New York Magazine á þriðjudag.
Milljarðamæringurinn Barry Diller, sem hefur verið kvæntur belgíska tískuhönnuðinum Diane von Furstenberg frá árinu 2001, kom út úr skápnum í aðsendri grein sem birtist í New York Magazine á þriðjudag.
Diller, 83 ára, ræddi opinskátt, í fyrsta sinn á ævinni, um ástarsambönd sín við fjölmarga karlmenn á yngri árum sínum.
„Þó að margir karlmenn hafi verið í lífi mínu hefur aðeins ein kona verið þar, og hún kom ekki inn í líf mitt fyrr en ég var 33 ára gamall,“ skrifaði milljarðamæringurinn í aðsendri grein með fyrirsögninni Barry & Diane The truth about us, after all these years.
Greinina skrifaði Diller í þeirri von að auglýsa sjálfsævisögu sína, Who knew, sem er væntanleg þann 20. maí næstkomandi.
„Ég hef aldrei efast um grundvallaráhrif kynhneigðar minnar á líf mitt, ég óttaðist aðeins viðbrögð annarra,“ sagði Diller og viðurkenndi að flestallir, ef ekki allir, í innsta hring hans vissu um fortíð hans og kynferðislegar langanir.
Diller, stofnandi og stjórnarformaður InterActive Corp, kynntist von Furstenberg árið 1974. Þau áttu í svokölluðu „haltu mér, slepptu mér“ sambandi um árabil, skildu árið 1981 en tóku saman aftur tíu árum seinna og hafa verið par upp frá því.
„Samband sem hófst með áhugaleysi, en sprakk svo út í rómantík jafn náttúrulega fyrir okkur og að anda, kom okkur og öllum öðrum á óvart. Það er sannarlega kraftaverkið í lífi mínu,“ bætti viðskiptajöfurinn við um 24 ára hjónaband sitt, sem hann lýsti einnig sem „einstöku og fullkomnu ástarsambandi“.