Reynt að greina vandann í áratugi án árangurs

Alþingi | 7. maí 2025

Reynt að greina vandann í áratugi án árangurs

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði yfirvöld menntamála ekki hafa hugmynd um hvers vegna námsárangur grunnskólanema í grunngreinum sé í molum og versni stöðugt.

Reynt að greina vandann í áratugi án árangurs

Alþingi | 7. maí 2025

Jón Pétur Zimsen, sagði Ísland hafa allar forsendur til þess …
Jón Pétur Zimsen, sagði Ísland hafa allar forsendur til þess að vera á heimsmælikvarða í grunnskólastarfi og spurði hann sig hvers vegna við séum ekki þar. Skjáskot/althingi.is

Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði yf­ir­völd mennta­mála ekki hafa hug­mynd um hvers vegna náms­ár­ang­ur grunn­skóla­nema í grunn­grein­um sé í mol­um og versni stöðugt.

Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði yf­ir­völd mennta­mála ekki hafa hug­mynd um hvers vegna náms­ár­ang­ur grunn­skóla­nema í grunn­grein­um sé í mol­um og versni stöðugt.

Þetta sagði Jón Pét­ur í ræðu sinni und­ir dag­skrárlið um störf þings­ins á Alþingi í dag.

Sagði hann rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur hvorki hafa áhuga né metnað til að ís­lensk börn fái lög­bundna mennt­un. Á þriggja ára fresti hafi það komið mörgu skóla­fólki í opna skjöldu að náms­ár­ang­ur sé eins og raun hafi borið vitni.

Brot á grunn­skóla­lög­um

„Um leið hafa þau eng­ar lausn­ir til að koma ís­lensk­um grunn­skóla­nem­end­um til hjálp­ar. Þetta er grafal­var­legt,“ sagði Jón Pét­ur.

Spurði hann sig hvort það væru ekki svik við börn að mennta­mála­yf­ir­völd hafi í ára­tugi reynt að greina vand­ann en ekki fundið út hver hann sé?

„Yf­ir­völd hafa ekki hug­mynd um það hvers vegna við erum á þess­ari braut. Við erum með fimm ára kenn­ara­nám, nýj­ustu tækni í lang­flest­um grunn­skól­um. Við erum ríkt sam­fé­lag, ágæt­is­mennt­un­arstig þjóðar­inn­ar og svik­in raun­ger­ast í að 40% grunn­skóla­nem­enda út­skrif­ast eft­ir tíu ára skyldu­nám ekki með grunn­færni í lesskiln­ingi. Þetta er brot á grunn­skóla­lög­um.“

Eng­inn axlað ábyrgð

Sagði hann Ísland hafa all­ar for­send­ur til þess að vera á heims­mæli­kv­arða í grunn­skóla­starfi og spurði hann sig hvers vegna við séum ekki þar.

„Vegna þess að yf­ir­völd vita ekki hvers vegna ár­ang­ur­inn er svona slak­ur. Þau vita það ekki. Hef­ur ein­hver úr valda­blokk mennta­mála komið fram og sagt: Ég skal axla ábyrgð, þetta gerðist á minni vakt? Svarið við því er nei. Eng­inn,“ sagði Jón Pét­ur.

mbl.is