Skildi eftir sig rúmlega fjóra milljarða

Poppkúltúr | 7. maí 2025

Skildi eftir sig rúmlega fjóra milljarða

Breski tónlistamaðurinn Liam Payne skildi eftir sig eignir og fé að andvirði 24 milljóna punda, eða því sem nemur rúmlega 4,1 milljarði íslenskra króna, þegar hann lést í október á síðasta ári. Söngvarinn hafði ekki gert erfðaskrá.

Skildi eftir sig rúmlega fjóra milljarða

Poppkúltúr | 7. maí 2025

Fyrrverandi kærasta Payne er á meðal þeirra sem fara með …
Fyrrverandi kærasta Payne er á meðal þeirra sem fara með umsjón dánarbúsins. Tolga AKMEN / AFP

Breski tón­listamaður­inn Liam Payne skildi eft­ir sig eign­ir og fé að and­virði 24 millj­óna punda, eða því sem nem­ur rúm­lega 4,1 millj­arði ís­lenskra króna, þegar hann lést í októ­ber á síðasta ári. Söngv­ar­inn hafði ekki gert erfðaskrá.

Breski tón­listamaður­inn Liam Payne skildi eft­ir sig eign­ir og fé að and­virði 24 millj­óna punda, eða því sem nem­ur rúm­lega 4,1 millj­arði ís­lenskra króna, þegar hann lést í októ­ber á síðasta ári. Söngv­ar­inn hafði ekki gert erfðaskrá.

BBC grein­ir frá. 

Payne lést í Arg­entínu þegar hann féll fram af svöl­um af þriðju hæð á hót­eli í borg­inni Bu­enos Aires. Hann var liðsmaður í hljóm­sveit­inni One Directi­on sem naut mik­illa vin­sælda. 

Venju­lega þegar ein­stak­ling­ur deyr án þess að hafa gert erfðaskrá erfa börn eign­ir viðkom­andi ef eng­inn maki eða sam­býl­ismaður er á lífi. Payne gift­ist aldrei en var í sam­bandi með Kate Cassi­dy þegar hann lést. Hann á son úr fyrra sam­bandi með söng­kon­unni Cheryl Twee­dy. Dreng­ur­inn heit­ir Bear og er níu ára. 

Twee­dy og lögmaður­inn Rich­ard Bray hafa verið út­nefnd sem um­sjón­ar­menn dán­ar­bús­ins. Þau fara með öll fjár­mál en hafa sem stend­ur tak­markað umboð og geta ekki út­hlutað þeim. 

mbl.is