Breski tónlistamaðurinn Liam Payne skildi eftir sig eignir og fé að andvirði 24 milljóna punda, eða því sem nemur rúmlega 4,1 milljarði íslenskra króna, þegar hann lést í október á síðasta ári. Söngvarinn hafði ekki gert erfðaskrá.
Breski tónlistamaðurinn Liam Payne skildi eftir sig eignir og fé að andvirði 24 milljóna punda, eða því sem nemur rúmlega 4,1 milljarði íslenskra króna, þegar hann lést í október á síðasta ári. Söngvarinn hafði ekki gert erfðaskrá.
Breski tónlistamaðurinn Liam Payne skildi eftir sig eignir og fé að andvirði 24 milljóna punda, eða því sem nemur rúmlega 4,1 milljarði íslenskra króna, þegar hann lést í október á síðasta ári. Söngvarinn hafði ekki gert erfðaskrá.
BBC greinir frá.
Payne lést í Argentínu þegar hann féll fram af svölum af þriðju hæð á hóteli í borginni Buenos Aires. Hann var liðsmaður í hljómsveitinni One Direction sem naut mikilla vinsælda.
Venjulega þegar einstaklingur deyr án þess að hafa gert erfðaskrá erfa börn eignir viðkomandi ef enginn maki eða sambýlismaður er á lífi. Payne giftist aldrei en var í sambandi með Kate Cassidy þegar hann lést. Hann á son úr fyrra sambandi með söngkonunni Cheryl Tweedy. Drengurinn heitir Bear og er níu ára.
Tweedy og lögmaðurinn Richard Bray hafa verið útnefnd sem umsjónarmenn dánarbúsins. Þau fara með öll fjármál en hafa sem stendur takmarkað umboð og geta ekki úthlutað þeim.