„Svo sannarlega á tánum hvað varðar Bárðarbungu“

Bárðarbunga | 7. maí 2025

„Svo sannarlega á tánum hvað varðar Bárðarbungu“

Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðustu misseri í Bárðarbungu og í fyrradag mældist skjálfti af stærðinni 5,3 í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni.

„Svo sannarlega á tánum hvað varðar Bárðarbungu“

Bárðarbunga | 7. maí 2025

Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðustu misseri í Bárðarbungu.
Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðustu misseri í Bárðarbungu. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Skjálfta­virkni hef­ur auk­ist nokkuð síðustu miss­eri í Bárðarbungu og í fyrra­dag mæld­ist skjálfti af stærðinni 5,3 í suðaust­an­verðri Bárðarbungu­öskj­unni.

Skjálfta­virkni hef­ur auk­ist nokkuð síðustu miss­eri í Bárðarbungu og í fyrra­dag mæld­ist skjálfti af stærðinni 5,3 í suðaust­an­verðri Bárðarbungu­öskj­unni.

„Bárðarbung­an hef­ur verið að sýna tals­verða virkni. Við héld­um hrein­lega að hún væri að fara af stað í byrj­un árs en virkn­in datt niður en hef­ur smám sam­an verið að aukast aft­ur,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Skjálfta­hrin­an í Bárðarbungu í janú­ar var tölu­verð en ekki hafði slík virkni sést í eld­stöðinni frá ár­inu 2014, þegar eld­gos braust út í Holu­hrauni.

Bene­dikt seg­ir að stór­ir skjálft­ar séu ekki óal­geng­ir í Bárðarbungu.

„Hún býr til óvenju stóra skjálfta fyr­ir eld­fjöll og það er lík­lega út af öskju­botn­in­um. Hann er stór og það virðist vera þrýst­ing­ur upp und­ir hann sem veld­ur þess­um stóru skjálft­um. Þetta er svo stór flöt­ur.“

Bene­dikt seg­ir að landrisið sé að aukast aft­ur og það sé nauðsyn­legt að hafa góðar á Bárðarbungu.

Skýr merki um að það sé eitt­hvað að ger­ast í eld­stöðinni

Hann seg­ir að Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, og hans menn í Há­skóla Íslands hafi í vik­unni unnið við þyngd­ar­mæl­ing­ar eins og þeir hafi gert ár­lega frá ár­inu 2014.

„Það eru skýr merki þar um að það er eitt­hvað að ger­ast í eld­stöðinni en svo er það alltaf óvissa um tímaskala og sér­stak­lega í svona stór­um eld­stöðvum. Þær geta tekið sér lang­an tíma í að und­ir­búa sig áður en eitt­hvað ger­ist en svo þegar það fer í gang þá ger­ist það mjög snögg­lega,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar.

Hann seg­ir að frá því í janú­ar hafi allt vökt­un­ar­net verið tekið í gegn og passað upp á að það sé í góðu lagi.

„Við erum svo sann­ar­lega á tán­um hvað varðar Bárðarbungu,“ seg­ir hann.

mbl.is