Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðustu misseri í Bárðarbungu og í fyrradag mældist skjálfti af stærðinni 5,3 í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni.
Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðustu misseri í Bárðarbungu og í fyrradag mældist skjálfti af stærðinni 5,3 í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni.
Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðustu misseri í Bárðarbungu og í fyrradag mældist skjálfti af stærðinni 5,3 í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni.
„Bárðarbungan hefur verið að sýna talsverða virkni. Við héldum hreinlega að hún væri að fara af stað í byrjun árs en virknin datt niður en hefur smám saman verið að aukast aftur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Skjálftahrinan í Bárðarbungu í janúar var töluverð en ekki hafði slík virkni sést í eldstöðinni frá árinu 2014, þegar eldgos braust út í Holuhrauni.
Benedikt segir að stórir skjálftar séu ekki óalgengir í Bárðarbungu.
„Hún býr til óvenju stóra skjálfta fyrir eldfjöll og það er líklega út af öskjubotninum. Hann er stór og það virðist vera þrýstingur upp undir hann sem veldur þessum stóru skjálftum. Þetta er svo stór flötur.“
Benedikt segir að landrisið sé að aukast aftur og það sé nauðsynlegt að hafa góðar á Bárðarbungu.
Hann segir að Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, og hans menn í Háskóla Íslands hafi í vikunni unnið við þyngdarmælingar eins og þeir hafi gert árlega frá árinu 2014.
„Það eru skýr merki þar um að það er eitthvað að gerast í eldstöðinni en svo er það alltaf óvissa um tímaskala og sérstaklega í svona stórum eldstöðvum. Þær geta tekið sér langan tíma í að undirbúa sig áður en eitthvað gerist en svo þegar það fer í gang þá gerist það mjög snögglega,“ segir Benedikt Gunnar.
Hann segir að frá því í janúar hafi allt vöktunarnet verið tekið í gegn og passað upp á að það sé í góðu lagi.
„Við erum svo sannarlega á tánum hvað varðar Bárðarbungu,“ segir hann.