Brást illa við spurningu þingmanns en svaraði Rúv

Alþingi | 8. maí 2025

Brást illa við spurningu þingmanns en svaraði Rúv

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra brást illa við spurningu Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í dag, um hvenær lögregla og embætti héraðssaksóknara, sem heyra undir ráðherra, hefðu fengið vitneskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sérstaks saksóknara.

Brást illa við spurningu þingmanns en svaraði Rúv

Alþingi | 8. maí 2025

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (fyrir miðju) dómsmálaráðherra á Alþingi.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (fyrir miðju) dómsmálaráðherra á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra brást illa við spurn­ingu Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi í dag, um hvenær lög­regla og embætti héraðssak­sókn­ara, sem heyra und­ir ráðherra, hefðu fengið vitn­eskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra brást illa við spurn­ingu Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi í dag, um hvenær lög­regla og embætti héraðssak­sókn­ara, sem heyra und­ir ráðherra, hefðu fengið vitn­eskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Þrá­sp­urði ráðherra

Sig­ríði fannst hún ekki hafa fengið svar við spurn­ing­unni og þrá­sp­urði ráðherra í nokkr­um ræðum og naut þar einnig liðsinn­is fleiri þing­manna úr röðum stjórn­ar­and­stöðunn­ar.

Sig­ríður benti svo á það síðar að Þor­björg Sig­ríður hafi svarað spurn­ing­unni fyr­ir fram­an upp­töku­vél­ar Rúv, Sig­ríði til mik­ill­ar furðu. Kallaði Sig­ríður eft­ir því að ráðherr­ar í rík­is­stjórn sýndu þing­inu meiri virðingu en raun bar vitni.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins.
Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd taki málið upp

Karl Gauti Hjalta­son, ann­ar þingmaður Miðflokks­ins, var einn þeirra sem tók und­ir með Sig­ríði og sagði hann áríðandi að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fundi um þetta ný­upp­komna leka­mál sem allra fyrst.

Bergþór Ólason, flokks­bróðir Karls, sagði til­hneig­ingu ráðherra því miður hafa verið þessa á þing­inu og bað hann for­seta Alþing­is að hjálpa þing­heimi að gæta að virðingu þings­ins.

Ann­ar flokks­bróðir þeirra, Þor­steinn Sæ­munds­son, sagði eðli­legt að hlé yrði gert á þing­fundi og fund­ur hald­inn um leka­málið í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði það því miður hafa sýnt sig und­an­farn­ar vik­ur að rík­is­stjórn­in virðist virða þingið að vett­ugi. Óskaði hún eft­ir því að for­seti hefði milli­göngu um það að rík­is­stjórn­in muni fram­veg­is bera virðingu fyr­ir þing­inu.

mbl.is