Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra brást illa við spurningu Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í dag, um hvenær lögregla og embætti héraðssaksóknara, sem heyra undir ráðherra, hefðu fengið vitneskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sérstaks saksóknara.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra brást illa við spurningu Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í dag, um hvenær lögregla og embætti héraðssaksóknara, sem heyra undir ráðherra, hefðu fengið vitneskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sérstaks saksóknara.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra brást illa við spurningu Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í dag, um hvenær lögregla og embætti héraðssaksóknara, sem heyra undir ráðherra, hefðu fengið vitneskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sérstaks saksóknara.
Sigríði fannst hún ekki hafa fengið svar við spurningunni og þráspurði ráðherra í nokkrum ræðum og naut þar einnig liðsinnis fleiri þingmanna úr röðum stjórnarandstöðunnar.
Sigríður benti svo á það síðar að Þorbjörg Sigríður hafi svarað spurningunni fyrir framan upptökuvélar Rúv, Sigríði til mikillar furðu. Kallaði Sigríður eftir því að ráðherrar í ríkisstjórn sýndu þinginu meiri virðingu en raun bar vitni.
Karl Gauti Hjaltason, annar þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sem tók undir með Sigríði og sagði hann áríðandi að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundi um þetta nýuppkomna lekamál sem allra fyrst.
Bergþór Ólason, flokksbróðir Karls, sagði tilhneigingu ráðherra því miður hafa verið þessa á þinginu og bað hann forseta Alþingis að hjálpa þingheimi að gæta að virðingu þingsins.
Annar flokksbróðir þeirra, Þorsteinn Sæmundsson, sagði eðlilegt að hlé yrði gert á þingfundi og fundur haldinn um lekamálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það því miður hafa sýnt sig undanfarnar vikur að ríkisstjórnin virðist virða þingið að vettugi. Óskaði hún eftir því að forseti hefði milligöngu um það að ríkisstjórnin muni framvegis bera virðingu fyrir þinginu.