Frumvarp um sölu Íslandsbanka samþykkt

Alþingi | 8. maí 2025

Frumvarp um sölu Íslandsbanka samþykkt

Fyrr í dag samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 80/2024 um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. Fyrirhugað er að sala fari fram með markaðssettu útboði á fyrri helmingi ársins þar sem einstaklingar hafa forgang.

Frumvarp um sölu Íslandsbanka samþykkt

Alþingi | 8. maí 2025

Fyrr í dag samþykkti Alþingi breyt­ing­ar á lög­um nr. 80/​2024 um ráðstöf­un eign­ar­hlut­ar rík­is­ins í Íslands­banka hf. Fyr­ir­hugað er að sala fari fram með markaðssettu útboði á fyrri helm­ingi árs­ins þar sem ein­stak­ling­ar hafa for­gang.

Fyrr í dag samþykkti Alþingi breyt­ing­ar á lög­um nr. 80/​2024 um ráðstöf­un eign­ar­hlut­ar rík­is­ins í Íslands­banka hf. Fyr­ir­hugað er að sala fari fram með markaðssettu útboði á fyrri helm­ingi árs­ins þar sem ein­stak­ling­ar hafa for­gang.

„Lög sem sett voru um sölu eft­ir­stand­andi hluta rík­is­ins í fyrra tryggja að við fram­kvæmd­ina á útboðsferl­inu verði viðhöfð hlut­lægni, hag­kvæmni, jafn­ræði og gagn­sæi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu. 

Til­boðsbók C bætt við

Þá seg­ir að breyt­ing­ar á lög­un­um, sem nú hafi verið samþykkt­ar, feli í sér að þriðju til­boðsbók­inni sé bætt við, til­boðsbók C. Sú til­boðsbók veiti eft­ir­lits­skyld­um fag­fjár­fest­um sem geri til­boð fyr­ir eig­in reikn­ing með eign­ir um­fram 70 millj­arða kr., hefðbundn­ara út­hlut­un­ar­ferli og sé talið geta aukið selt magn af bréf­um í Íslands­banka.

Tekið er fram að það hafi verið gert að feng­inni ráðgjöf söluráðgjafa með það að mark­miði að tryggja aðkomu allra fjár­festa­hópa og auka lík­ur á virk­ari þátt­töku stórra fjár­festa án þess að ganga á for­gang ein­stak­linga.

Aðkoma allra hópa tryggð

Enn frem­ur seg­ir að áfram verði ein­stak­ling­um tryggður for­gang­ur og lægsta verð í til­boðsbók A. Í til­boðsbók B verði einnig áfram stuðst við fyr­ir­komu­lag hol­lensks útboðs, þar sem ein­stak­ling­ar og lögaðilar geti tekið þátt.

„Með þess­um þrem­ur til­boðsbók­um verður aðkoma allra fjár­festa­hópa tryggð og eyk­ur lík­ur á að rík­is­sjóður fái hag­stætt verð fyr­ir sinn hlut,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Mik­il­vægt að rík­is­sjóður fái sem mest fyr­ir sinn hlut

„Upp­fært fyr­ir­komu­lag útboðsins er bet­ur til þess fallið að upp­fylla skil­yrði lag­anna um hag­kvæmni, jafn­ræði, hlut­lægni og gagn­sæi við fram­kvæmd þess. Það er mik­il­vægt að rík­is­sjóður fái sem mest fyr­ir sinn hlut til þess að lækka skulda­hlut­fall rík­is­sjóðs og það er mik­il­vægt að ná því mark­miði án þess að hreyfa við for­gangi al­menn­ings sem áfram verður tryggður,” er haft eft­ir Daða Má Kristó­fers­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is