Grásleppa veiðanleg í botnvörpu

Grásleppuveiðar | 8. maí 2025

Grásleppa veiðanleg í botnvörpu

Hegðunarmynstur og dreifing grásleppu á Íslandsmiðum gerir mögulegt að veiða tegundina í nægilegu magni með botnvörpu til að hægt sé að byggja stofnmat tegundarinnar meðal annars á niðurstöðum úr togararalli. Þetta er mat vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.

Grásleppa veiðanleg í botnvörpu

Grásleppuveiðar | 8. maí 2025

Afli Góð aflabrögð á grásleppuvertíð ársins eru ekki talin vísbending …
Afli Góð aflabrögð á grásleppuvertíð ársins eru ekki talin vísbending um gott ástand stofnsins að mati vísindamanna Hafrannsóknastofnunar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Hegðun­ar­mynst­ur og dreif­ing grá­sleppu á Íslands­miðum ger­ir mögu­legt að veiða teg­und­ina í nægi­legu magni með botn­vörpu til að hægt sé að byggja stofn­mat teg­und­ar­inn­ar meðal ann­ars á niður­stöðum úr tog­ar­aralli. Þetta er mat vís­inda­manna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Hegðun­ar­mynst­ur og dreif­ing grá­sleppu á Íslands­miðum ger­ir mögu­legt að veiða teg­und­ina í nægi­legu magni með botn­vörpu til að hægt sé að byggja stofn­mat teg­und­ar­inn­ar meðal ann­ars á niður­stöðum úr tog­ar­aralli. Þetta er mat vís­inda­manna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Gráleppu­sjó­menn hafa kvartað sár­an und­an lít­illi ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar um há­marks­afla á vertíðinni 2025, en ráðgjöf­in nam aðeins 2.760 tonn­um sem er 32% minni há­marks­afli en í ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir síðasta ár.

Hafa grá­sleppu­sjó­menn m.a. haldið því fram að ekki sé hægt að taka ráðgjöf­ina al­var­lega þar sem hún bygg­ist á troll­veiðum en grá­sleppa sé upp­sjáv­ar­fisk­ur sem veidd­ur er í net. Jafn­framt benda grá­sleppu­sjó­menn á að mjög góð veiði hef­ur verið á miðunum þessa grá­sleppu­vertíð.

mbl.is