Hjónin saman á strandveiðum

Strandveiðar | 8. maí 2025

Hjónin saman á strandveiðum

„Við hjónin erum samrýmd og ágætlega fiskin,“ segir Ómar Marísson sjómaður í Ólafsvík. Hann gerir út strandveiðibátinn Rakel SH 700 og saman eru um borð Ómar og Ingibjörg Steinþórsdóttir kona hans. Þau hafa verið saman á strandveiðum í mörg ár og kunna því vel.

Hjónin saman á strandveiðum

Strandveiðar | 8. maí 2025

Rakel SH á Grundarfjarðarbrún í vikunni. Ómar og Ingibjörg við …
Rakel SH á Grundarfjarðarbrún í vikunni. Ómar og Ingibjörg við veiðarfærin og fullt af fínum þorski. Morgunblaðið/Alfons Finnsson

„Við hjón­in erum sam­rýmd og ágæt­lega fiskin,“ seg­ir Ómar Marís­son sjó­maður í Ólafs­vík. Hann ger­ir út strand­veiðibát­inn Rakel SH 700 og sam­an eru um borð Ómar og Ingi­björg Steinþórs­dótt­ir kona hans. Þau hafa verið sam­an á strand­veiðum í mörg ár og kunna því vel.

„Við hjón­in erum sam­rýmd og ágæt­lega fiskin,“ seg­ir Ómar Marís­son sjó­maður í Ólafs­vík. Hann ger­ir út strand­veiðibát­inn Rakel SH 700 og sam­an eru um borð Ómar og Ingi­björg Steinþórs­dótt­ir kona hans. Þau hafa verið sam­an á strand­veiðum í mörg ár og kunna því vel.

Nærri læt­ur að um 100 bát­ar séu gerðir út frá höfn­um í Snæ­fells­bæ á stand­veiðunum sem hóf­ust í viku­byrj­un. Ekki þarf að fara nema 1-2 sjó­míl­ur út frá Ólafs­vík til að vera á feng­sælli slóð.

„Á þriðju­dag­inn vor­um við þar sem heit­ir Grund­ar­fjarðar­brún sem er 3-4 sjó­míl­ur héðan frá Ólafs­vík. Fór­um við út um há­degi og kom­um í land um kvöld­mat með þau 774 kíló sem eru leyfi­leg­ur dagskammt­ur. Flest­ir sem voru á sjó þenn­an dag náðu skammt­in­um sín­um al­veg leik­andi,“ seg­ir Ómar. Hann sveiflaði krókskjaka sín­um lip­ur­lega þegar Al­fons Finns­son, sjó­maður og frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins í Ólafs­vík, sem ger­ir út bát­inn Svövu SH, renndi fram hjá þeim.

mbl.is