„Mjög góður maður, mjög hlédrægur“

Andlát Frans páfa | 8. maí 2025

„Mjög góður maður, mjög hlédrægur“

Robert Francis Prevost, nú Leó XIV, er fædd­ur í Chicago í Bandaríkjunum. Hann var kjörinn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar í dag og fögnuðu því um 40.000 manns á Péturstorgi í Vatikanínu.

„Mjög góður maður, mjög hlédrægur“

Andlát Frans páfa | 8. maí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Robert Franc­is Prevost, nú Leó XIV, er fædd­ur í Chicago í Banda­ríkj­un­um. Hann var kjör­inn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar í dag og fögnuðu því um 40.000 manns á Pét­urs­torgi í Vatik­an­ínu.

    Robert Franc­is Prevost, nú Leó XIV, er fædd­ur í Chicago í Banda­ríkj­un­um. Hann var kjör­inn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar í dag og fögnuðu því um 40.000 manns á Pét­urs­torgi í Vatik­an­ínu.

    Leó starfaði í mörg ár sem trú­boði í Perú og var þar gerður að erki­bisk­upi. Tíma­bil hans sem erki­bisk­up í Perú var þó litað af ásök­un­um um að hylma yfir ásak­an­ir um kyn­ferðis­lega mis­notk­un, sem bisk­ups­dæmi hans hef­ur síðan hafnað.

    Í aðdrag­anda páfa­kjörs­ins var hann sagður búa yfir mörg­um góðum eig­in­leik­um fyr­ir páfa­dóm en hann væri lík­lega of ung­ur, enda aðeins 69 ára að aldri.

    Fyr­ir tveim­ur árum valdi Frans páfi Leó til að koma í stað kanadíska kardí­nál­ans Marc Ou­ell­et, og gaf hon­um það verk­efni að velja næstu kyn­slóð bisk­upa.

    Sem nýr páfi stend­ur hann nú frammi fyr­ir ör­laga­ríku verk­efni. Auk þess að verða rödd siðferðis­ins á flókn­um heimsvett­vangi dags­ins í dag verður hann að reyna að sam­eina kirkj­una og tak­ast á við brenn­andi mál­efni eins og áfram­hald­andi af­leiðing­ar kyn­ferðisof­beld­is­máls­ins.

    Leó páfi er sagður geta verið brú á milli ólíkra …
    Leó páfi er sagður geta verið brú á milli ólíkra heima. AFP/​Tizi­ana Fabi

    Leó geti verið brú milli ólíkra heima

    Kar­dinálaráðið er sagt hafa tjáð löng­un í að næsti páfi yrði ein­hver sem haldið gæti áfram með arf­leifð Frans páfa, um að ná til og taka utan um jaðar­hópa, ásamt því að ná til hópa inn­an kirkj­unn­ar, þar með talda þá sem voru ekki eins hrifn­ir af Frans páfa.

    Þegar gengið var inn í páfa­kjörið var Leó tal­inn geta upp­fyllt það hlut­verk - maður sem gæti verið brú milli ólíkra heima.

    Sú staðreynd að páfa­kjörið komst að niður­stöðu á aðeins fjór­um um­ferðum at­kvæðagreiðslu bend­ir til þess að kardí­nál­arn­ir hafi verið sam­mála þessu mati.

    AFP/​Tizi­ana Fabi

    „Mjög góður maður, mjög hlé­dræg­ur“

    Leó páfi var því álit­inn lík­leg­ur arftaki Frans páfa.

    Prest­ur­inn James Mart­in lýsti hon­um sem „al­veg niðri á jörðinni“ og „mjög góður maður, mjög hlé­dræg­ur“. 

    Þá sagði Faðir Vito Cr­incoli að páf­ar sem borið hafa nafnið Leó hafi upp til hópa reynst mjög vel.

    „Ef sag­an er skoðuð, þá hafa Leó­ar reynst góðir páf­ar,“ sagði hann.

    „Eins og Leó XIII, hann elskaði fólkið sitt. Hann elskaði fólkið sitt. Fólkið sitt áleit hann sem menn, ekki vél­ar. Fram­lag manns­ins end­ur­speglaði virðuleika hans.

    Við vit­um þetta ekki enn, en það verður virki­lega áhuga­vert að vita hvers vegna hann valdi nafnið Leó.“

    AFP/​Tizi­ana Fabi

    Ekki skylda að taka sér páfa­nafn

    Þó að páf­ar séu ekki skyldug­ir til að breyta nafni sínu hef­ur hver ein­asti páfi und­an­far­in 470 ár gert það og yf­ir­leitt valið nafn for­vera síns til að heiðra viðkom­andi og gefa í skyn að þeir ætli að fylgja for­dæmi hans.

    Frans páfi var merki­leg und­an­tekn­ing, því að hann valdi ekki nafn fyrr­ver­andi páfa held­ur St. Frans frá Ass­isi, prests á 13. öld sem var mik­ill vernd­ari dýra­rík­is­ins og um­hverf­is­ins.

    AFP/​Al­berto Pizzoli

    Trump fagnaði banda­rísk­um páfa

    Sem kardí­náli hafði nýi páfinn varið jaðar­hópa og deilt grein­um á net­inu sem gagn­rýndu stefnu Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta gegn inn­flytj­end­um, en Trump fagnaði engu að síður kosn­ingu hans.

    „Ham­ingjuósk­ir til kar­dinál­ans Robert Franc­is Prevost, sem var rétt í þessu kjör­inn páfi,“ skrifaði Trump á sam­fé­lags­miðla.

    „Því­lík­ur heiður að hann sé fyrsti banda­ríski páfinn. Því­lík spenna, og því­lík­ur heiður fyr­ir landið okk­ar.“

    AFP/​Andrej Isa­kovic

    Bisk­up á að ganga með fólk­inu sem hann þjón­ar

    „Bisk­up á ekki að vera lít­ill prins sitj­andi í kon­ungs­ríki sínu, held­ur er hann kallaður á ein­læg­an hátt til að vera auðmjúk­ur, vera ná­lægt fólk­inu sem hann þjón­ar, ganga með því og þjást með því,“ sagði Leó páfi við Vatican News í októ­ber 2024.

    Þetta styður við orð Dav­id B. Tencer, bisk­ups kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi, en í sam­tali við mbl.is sagð­ist hann gleðjast yfir nýj­um páfa, sér­stak­lega vegna reynslu hans frá fyrri störf­um.

    „Hann var yf­ir­maður í bisk­upa­deild­inni, hann var kardí­nál­inn sem var ábyrg­ur fyr­ir henni. Þannig þekk­ir hann fyrst og fremst marga bisk­upa um all­an heim en hann veit líka hvernig það er að vera bisk­up af því að hann var sjálf­ur bisk­up í Perú.

    Þetta er reynsla sem ger­ir hon­um kleift að skilja alla, ekki bara fólkið í kring­um hann,“ sagði Dav­id.

    ABC

    AFP/​Andrej Isa­kovic
    mbl.is