Nýr páfi er frá Bandaríkjunum

Andlát Frans páfa | 8. maí 2025

Nýr páfi er frá Bandaríkjunum

Robert Francis Prevost kardí­náli var í dag kjörinn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar. Hann hefur tekið sér nafnið Leó XIV. Hann er 69 ára gam­all og er frá Bandaríkjunum.

Nýr páfi er frá Bandaríkjunum

Andlát Frans páfa | 8. maí 2025

Robert Francis Prevost kardí­náli er arftaki Frans páfa og hefur …
Robert Francis Prevost kardí­náli er arftaki Frans páfa og hefur tekið sér nafnið Leó XIV. AFP/Alberto Pizzoli

Robert Franc­is Prevost kardí­náli var í dag kjör­inn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar. Hann hef­ur tekið sér nafnið Leó XIV. Hann er 69 ára gam­all og er frá Banda­ríkj­un­um.

Robert Franc­is Prevost kardí­náli var í dag kjör­inn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar. Hann hef­ur tekið sér nafnið Leó XIV. Hann er 69 ára gam­all og er frá Banda­ríkj­un­um.

Hvít­ur reyk­ur kom úr strompi Sixt­ín­sku kap­ell­unn­ar í Vatík­an­inu um kl. 16.08 í dag. Um 40.000 manns á Pét­urs­torgi fögnuðu tíðind­un­um inni­lega.

Um klukku­tíma eft­ir að reykj­ar­merki bár­ust frá kap­ell­unni steig franski kardí­nál­inn Dom­in­ique Mamberti fram á sval­ir Pét­urs­kirkj­unn­ar og sagði „Habem­us Papam“ (Við höf­um eign­ast páfa) og nefndi síðan nafn nýs páfa.

Páfi er leiðtogi kaþólsku kirkj­unn­ar og er nýr páfi sá 267. í röðinni.

Leó XIV er fyrsti bandaríski páfinn.
Leó XIV er fyrsti banda­ríski páfinn. AFP/​Andrej Isa­kovic

Leó páfi legg­ur áherslu á frið

Ný­kjör­inn páfi hóf sína fyrstu ræðu á orðunum:

„Kæru bræður og syst­ur, þetta er fyrsta kveðja hins upprisna Krists. Ég vil senda ykk­ur friðarkveðju, til fjöl­skyldna ykk­ar, til ykk­ar allra, hvar sem þið eruð stödd. Megi friður vera með ykk­ur.“

„Guð elsk­ar okk­ur öll skil­yrðis­laust,“ hélt Leó páfi áfram.

Heiðraði hann for­vera sinn, Frans páfa, þegar hann sagðist vilja veita fólk­inu sína eig­in bless­un eins og Frans páfi gerði í sinni síðustu op­in­beru ræðu á Pét­urs­torg­inu.

„Mann­kynið þarfn­ast Krists sem brú­ar til Guðs og svo að ást hans nái til okk­ar. Hjálp­um okk­ur og hjálp­um hvert öðru, að byggja brýr.“

Þakkaði kardí­nálaráðinu

Þá þakkaði hann kardí­nálaráðinu fyr­ir kjörið og sagði:

„Við get­um öll gengið sam­an að því heimalandi sem Guð hef­ur út­búið fyr­ir okk­ur. Sér­stök kveðja til kirkj­unn­ar í Róm.“

Leó páfi hélt ræðu sinni áfram og bað fólkið að biðja til Maríu meyj­ar í sam­ein­ingu, í von um bless­un henn­ar.

Leiddi hann fólkið þá í stuttri bæn sem upp­skar mik­il fagnaðarlæti.

Merki um ein­ingu kirkj­unn­ar

Nýr páfi var kjör­inn enn hraðar en for­veri hans, Frans páfi.

Hvíti reyk­ur­inn birt­ist úr strompi kap­ell­unn­ar eft­ir aðeins einn dag af viðræðum kardí­nálaráðsins.

Þetta seg­ir ít­alski kardí­nál­inn Giu­seppe Vers­aldi að sé merki um ein­ingu kirkj­unn­ar.

AFP/​Tizi­ana Fabi
Nunna biður bænir þar sem hún bíður eftir nýjum páfa.
Nunna biður bæn­ir þar sem hún bíður eft­ir nýj­um páfa. AFP/​Jeff Pachoud
Gríðarlegur fjöldi fólks bíður eftir að sjá nýjan páfa í …
Gríðarleg­ur fjöldi fólks bíður eft­ir að sjá nýj­an páfa í fyrsta sinn. AFP/​Fil­ippo Monteforte
Hvít­ur reyk­ur úr strompi Sixtínsku kap­ell­un­ar merkir að kardí­nál­arn­ir hafi …
Hvít­ur reyk­ur úr strompi Sixtínsku kap­ell­un­ar merk­ir að kardí­nál­arn­ir hafi komið sér sam­an um það hver verður arftaki Frans páfa. AFP/​Tizi­ana Fabi
Prelátar fagna á Péturstorgi.
Prelát­ar fagna á Pét­urs­torgi. AFP/​Gabriel Bouys
Nunna bregst við hvíta reyknum úr strompi Sixtínsku kap­ell­un­ar.
Nunna bregst við hvíta reykn­um úr strompi Sixtínsku kap­ell­un­ar. AFP/​Jeff Pachoud
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorgi þegar hvítur reykur tók …
Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út á Pét­urs­torgi þegar hvít­ur reyk­ur tók að ber­ast frá strompi Sixtínsku kap­ell­un­ar. AFP/​Gabriel Bouys
Mannmergð fyrir utan Sixtínsku kapelluna.
Mann­mergð fyr­ir utan Sixtínsku kap­ell­una. AFP/​Andrea Bern­andi
mbl.is