Rýnt í sögu Geirs á Kjarval

Spursmál | 8. maí 2025

Rýnt í sögu Geirs á Kjarval

Fyrsti viðburður Bókaklúbbs Spursmála fór fram á Vinnustofu Kjarvals í gær. Þar settist Geir H. Haarde niður með klúbbmeðlimum og ræddi ævisögu sína sem hann sendi frá sér á liðnu ári.

Rýnt í sögu Geirs á Kjarval

Spursmál | 8. maí 2025

Stefán Einar Stefánsson og Geir H. Haarde.
Stefán Einar Stefánsson og Geir H. Haarde. mbl.is/Eyþór

Fyrsti viðburður Bóka­klúbbs Spurs­mála fór fram á Vinnu­stofu Kjar­vals í gær. Þar sett­ist Geir H. Haar­de niður með klúbbmeðlim­um og ræddi ævi­sögu sína sem hann sendi frá sér á liðnu ári.

Fyrsti viðburður Bóka­klúbbs Spurs­mála fór fram á Vinnu­stofu Kjar­vals í gær. Þar sett­ist Geir H. Haar­de niður með klúbbmeðlim­um og ræddi ævi­sögu sína sem hann sendi frá sér á liðnu ári.

Í spjalli við Stefán Ein­ar Stef­áns­son skerpti Geir á nokkr­um mál­um sem hann ræðir í frá­sögn sinni í bók­inni, meðal ann­ars hinni drama­tísku at­b­urðarás þegar rík­is­sjóður Íslands stóð á barmi gjaldþrots í byrj­un októ­ber 2008.

Hús­fyll­ir var þegar ríf­lega 100 klúbbmeðlim­ir mættu til leiks. Hef­ur starf klúbbs­ins farið af stað af mikl­um krafti og nú í maí­mánuði er kafað ofan í næstu bók, Kúbu­deil­an 1962 eft­ir Max Hastings.

Mark­mið klúbbs­ins er að hvetja til lest­urs á vönduðum bók­um sem dýpka skiln­ing fólks á sögu og sam­fé­lagi. Hægt er að skrá sig í klúbb­inn hér.

mbl.is