Sigríður: Virðingarleysi gagnvart Alþingi

Alþingi | 8. maí 2025

Sigríður: Virðingarleysi gagnvart Alþingi

„Þetta ber auðvitað vott um virðingarleysi gagnvart Alþingi. Ef ráðherrar halda að þeir geti komist hjá því að svara spurningum sem þingmenn spyrja hér í þingsal en fara svo og nýta fjölmiðla til að svara þessum spurningum.

Sigríður: Virðingarleysi gagnvart Alþingi

Alþingi | 8. maí 2025

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta ber auðvitað vott um virðing­ar­leysi gagn­vart Alþingi. Ef ráðherr­ar halda að þeir geti kom­ist hjá því að svara spurn­ing­um sem þing­menn spyrja hér í þingsal en fara svo og nýta fjöl­miðla til að svara þess­um spurn­ing­um.

„Þetta ber auðvitað vott um virðing­ar­leysi gagn­vart Alþingi. Ef ráðherr­ar halda að þeir geti kom­ist hjá því að svara spurn­ing­um sem þing­menn spyrja hér í þingsal en fara svo og nýta fjöl­miðla til að svara þess­um spurn­ing­um.

Þannig virk­ar þetta ekki, ráðherra ber að svara þing­mönn­um hér og það er svar í sjálfu sér að ráðherr­ann seg­ist ekki vita. Ef hann veit ekki er það bara svar sem þing­menn taka gott og gilt og ganga út frá því að það sé satt.“

Þetta seg­ir Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Miðflokks­ins, sem þrá­sp­urði Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma úr ræðustól Alþing­is í dag, hvenær lög­regla og embætti héraðssak­sókn­ara, sem heyra und­ir ráðherra, hefðu fengið vitn­eskju um það mikla magn gagna sem lak frá embætti sér­staks sak­sókn­ara í ný­upp­komnu leka­máli.

„Af hverju veit ráðherr­ann ekki?“

„Þarna svaraði ráðherr­ann RÚV því að hún vissi ekki hvenær lög­regla hefði fengið vitn­eskju um þetta. Það er svar en það að vísu myndi kalla á frek­ari spurn­ing­ar af minni hálfu. Af hverju veit ráðherr­ann ekki og hvað hef­ur hún gert til að afla sér upp­lýs­inga um það?“ spyr Sig­ríður.

Seg­ir Sig­ríður að hugs­an­lega hafi ráðherra kosið að svara spurn­ing­unni ekki í þing­inu af ótta við að vera spurð hvers vegna hún viti ekki hvenær lög­regla varð þess áskynja að gögn­in hafi lekið.

Að mati Sig­ríðar er sú spurn­ing al­veg rétt­mæt og eðli­leg og fullt til­efni til að spyrja ráðherr­ann.

„Af hverju hef­ur ráðherr­ann ekki kannað hvernig ligg­ur í þessu máli haf­andi viku til þess? Þessi fyr­ir­spurn­ar­tími stóð al­gjör­lega und­ir nafni, það er að segja óund­ir­bú­in al­gjör­lega var dóms­málaráðherr­ann.“

Sig­ríður velt­ir fyr­ir sér hvað menn hafi gert til að reyna að taka utan um þetta mál. Hvað sé verið að gera núna? Málið sé í ein­hverri nefnd en gögn séu ein­hvers staðar úti í bæ.

„Eru menn að huga að því að sækja þessi gögn eða eiga þau bara að liggja úti um borg og bí?“

mbl.is